Eigum við að koma í keppni um versta titilinn?

Við Skúli lutum í lægra haldi fyrir Susurum í spurningakeppni UVG áðan, vegna þess að ég var of bráður á mér að svara spurningu um gríska goðafræði. Ætli ég neyðist ekki til að rúnka mér hangandi í snöru ofan í viskýflösku af gremju. Nei, ég segi svona. Þetta var ágætt.

Talandi um viský, þá keypti ég mér svona í gær. Ég á enn eftir að sannreyna hvort það sé „leðurkeimur“ af því. Ég veit ekki einu sinni hvort það eigi að vera gott eða slæmt. Því má kannski svara með spurningunni: Hversu margir leðurdrykkir eru á markaðnum? Nei, það er áreiðanlega frábær eiginleiki aðeins örfárra útvalinna viskýtegunda, að það sé leðurkeimur af þeim.

Fyrir svefninn ætla ég að horfa á hina frábæru Casablanca. Ef þið trúið ekki að hún sé frábær getið þið spurt klikkhausinn Sam Sloan, sem veit allt um myndina. Píanóleikarinn í myndinni heitir meira að segja eftir honum, ef marka má hann sjálfan, þ.e.a.s. þann síðarnefnda, sem ekki er sérlega mikið að marka. Jahá!

Ef Drífa Snædal sagði í alvörunni að konur séu ekki menn þá er hún hálfviti og flokknum til skammar. Það segi ég hiklaust.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *