Ég er Taggart

Hvers vegna stofnar Bjöggi ekki hljómsveit með bræðrum sínum, Karli Inga og Jóhanni? Þeir gætu kalla hana The Karlsson 3 og hún yrði það vinsælasta síðan Jackson 5 var og hét.

Ég hef komist að því að helsta vandamál viðskiptavina sænska stórveldisins er að þeir lærðu lestur án túlkunar. Ef ég raðaði eins sjónvarpshillum í tvo stafla og kallaði annan „sjónvarpshillur fyrir stofu“ og hinn „sjónvarpshillur fyrir baðherbergi“ myndi enginn nema örfáir sérvitringar velja síðari kostinn. Það er eins og fólk fatti ekki að notagildi þess sem við seljum einskorðast ekki við herbergin sem það heitir eftir. Eldhúsborð getur verið borðstofuborð og öfugt. Baststóll getur verið símastóll, borðstofustóll eða einfaldur baststóll. Ef við einfölduðum húsgagnaheitaflóruna og færum að kalla alla stóla „stóla“ myndi enginn kaupa þá, því það er væntanlega ekkert notagildi ef stólnum er ekki ætlað eitthvert eitt hlutverk, a.m.k. ef marka má viðskiptavini sænska stórveldisins. Ætli þetta fólk geti lesið bækur ef það eru engar myndir?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *