Rigningartónlist

Fyrst núna, eftir að hafa gengið í gegnum rúma viku af rigningu og dumbungsveðri, finn ég mestu rigningarplötu allra tíma: Alice með Tom Waits, sem hafði verið mér týnd í nærri ár. Ég er að hlusta á hana núna, í von um að hann rigni. Það er svo mikilvægt að hlusta á tónlist eftir veðri. En hvað veit ég – kannski er sjúklegt að vilja veður eftir tónlist.

Hana. Nú skein sólin inn um gluggann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *