Daily Archives: 17. júlí, 2005

Það er ekki hættulaust að lesa 0

Ég gaf Nietzsche annan séns áðan og hef nú tekið hann í sátt aftur. Ég þurfti þó fljótlega að hætta að lesa því kúpan af leslampanum losnaði og féll í öllum sínum eldglóandi ofsa í kjöltu mér. Í flýti mínum varð mér á að ýta kúpunni af mér með þumalfingri svo ég brann. Ég flýtti […]

112163364315325064 0

Áreiðanlega eru margir hlutir erfiðari en að finna nál í heystakk, a.m.k. ef marka má þann sem sagði mér einhverntíma að hann hefði fengið nál í rassinn, þegar hann settist á heystakk. Ég man nú ekki hver sagði mér þá sögu. Hvort það var Alli eða einhver annar, sem þrumuskýin elta, og allt slæmt virðist […]

112163022712958992 0

Í gær kom maður í búðina sem vildi kaupa einhvern fjandann sem ekki var til. Þegar ég sagði honum hvernig í pottinn var búið, sagðist hann alltaf muna eftir 26. desember 1993, því þá var það til í búðinni sem hann vildi kaupa. Í þann tíð var IKEA í Kringlunni og Mikligarður var um það […]