112240684075187856

Eftir litla umhugsun hef ég komist að því að það er ekkert skrýtið þótt allar Steven Seagal myndirnar hafi hlotið titilinn „Hart á móti hörðu“ upp á íslenska tungu: Þær eru nefnilega allar eins. Þannig nægir að segja „Hart á móti hörðu“ þegar fólk spyr mann hvaða Steven Seagal myndir maður hefur séð.

Þetta má raunar færa upp á fleira, sbr. allar væmnu Óskarsverðlaunamyndirnar. Heita þær ekki allar Philadelphia? Raunar heita allar myndir með Tom Hanks Philadelphia eitthvað. Eins og strandaglópsmyndin, Philadelphia Island, og flugstöðvarmyndin, Philadelphia Terminal. Svo auðvitað Tom Hanks does Chicago.

Blörgh, hvað ég er pirraður!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *