Monthly Archives: júlí 2005

112240684075187856 0

Eftir litla umhugsun hef ég komist að því að það er ekkert skrýtið þótt allar Steven Seagal myndirnar hafi hlotið titilinn „Hart á móti hörðu“ upp á íslenska tungu: Þær eru nefnilega allar eins. Þannig nægir að segja „Hart á móti hörðu“ þegar fólk spyr mann hvaða Steven Seagal myndir maður hefur séð. Þetta má […]

112240620722673809 0

Þetta er ótrúlegt. Ég skil ekki hvernig Blogger getur neitað að birta eina tiltekna færslu, meira að segja eftir að ég fór yfir allar forritunarvillurnar í textanum. Þetta er ekki einleikið.

112240478021618602 0

Ég virðist geta birt allt nema svívirðilega löngu færsluna um Vísindakirkjuna sem ég skrifaði í gær. Ætli Tom Cruise hafi haft þar hönd í bagga?

112240461854001810 0

Virkar þetta?

Svo ljúft hann söng 0

Pabbi var langflottastur í Útvarpinu í gær, enda þótt upptakan sé þrettán ára gömul og hann sé margfalt betri söngvari í dag. Nirfilinn söng hann og eitt annað lag, sem ég því miður man ekki hvað var. Einhverra hluta vegna virðist engum hjá RÚV dottið í hug að nokkur maður vildi hlusta á þáttinn á […]

Minnisleysi 0

Ég sá mann í vinnunni sem mér fannst ég kannast svo við. Hann var lengi á vappinu milli deilda og kom nokkrum sinnum fram og til baka um deildina mína. Allan þann tíma fylgdist ég með honum og reyndi að koma honum fyrir mig, en allt kom fyrir ekki. Á endanum ákvað ég að ég […]

112208234305382820 0

Kominn heim úr partíi dauðans. Sem ég kom heim stóð fólk spangólandi á götum úti. Ég var ekki lengi að leggja saman tvo og tvo þegar ég uppgötvaði að tunglið er fullt.

Unuhús 0

Önnur bók sem ég hef nýverið lesið (eins og ykkur sé ekki sama) og ég gleymdi að minnast á er Í Unuhúsi, skrifuð af Þórbergi eftir frásögn Stefáns frá Hvítadal, og Þórbergi tekst vel að orða bókina eins og Stefán hafi skrifað hana. Merkilegur bleðill, en skilur lítið eftir til meltingar. Þýðingarlítill í minningunni, þótt […]

Greinaskrif 0

Jæa, skilaði draslgrein inn á Múrinn og sendi bókarrýni á ritstjórn Hugsandi. Þá er að sjá hvort hún verður samþykkt. Verði svo er ekki ólíklegt að ég geri meira af því að rýna í bækur. Þá er það bara grein um menningarmál í Steingerði. Spurning hvort ég nenni að skrifa hana núna. Langar til að […]

Sumar letinnar 2005 0

Þetta sumar hefur farið í allt annað en ég hafði ráðgert. Ég ætlaði að láta gera við hjólið mitt, en enn liggur það niðri í geymslu og safnar ryki. Ég ætlaði að reyna að yrkja eitthvað, en lítið sem ekkert hef ég ort. Ég ætlaði að lesa mikið, en það hefur ekki gengið eftir. Ég […]