Snúið við taflinu

Það verður seint sagt um mig að ég sé góður í skák. En ég hef verið að betrumbæta tæknina smám saman síðustu daga og sótti mér hið ömurlega skákforrit NagaSkaki áðan. Nú, eftir nokkur mistök í upphafi fór mér að ganga ágætlega og forritið gerði þau mistök að skilja drottninguna eftir þar sem ég gat hæglega drepið hana. Nema hvað, að þegar ég færði mig til höggsins, vildi forritið ekki skilja það. Það hafði nefnilega snúið við taflinu, í orðsins fyllstu merkingu, og fór að hreyfa mína menn um meðan ég sat uppi með glataða stöðu forritsins. Urg! Þessum tölvum er ekki treystandi fyrir neinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *