Smjör og ostur

Fólk er svo latt nútildags, sagði fýlupúkinn og teygði sig í pakka af niðursneiddum osti.

Niðursneiddur ostur er hámark letinnar. Það vantar bara að hægt sé að kaupa tilbúnar smjörhimnur sem hægt væri að leggja beint ofan á brauð. Það væri eitthvað fyrir sjónvarpsmarkaðinn. Þeir myndu sýna myndir af fólki að skera brauð í tætlur og smjör úti um allt, undir fyrirsögninni „aðrar vörur“, og segja: Ertu ekki orðinn leiður á gömlu, tímafreku aðferðinni við að smyrja brauð? Keyptu þér SmjörhimnurTM og láttu okkur smyrja fyrir þig!

Hlýtur þetta ekki að vera á leiðinni? Ég spái sprengingu á neysluvörumarkaði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *