Að mála

Ef það er einhvern tíma erfitt að vera atvinnumálari, þá hlýtur það að vera þegar maður er að byrja – búinn að kaupa glænýjan og fínan málaragalla og enginn trúir því að maður kunni að mála því það eru engar málningarslettur á honum. En einhversstaðar verður maður að byrja býst ég við.
Annars vona ég að ég þurfi sem minnst að mála það sem eftir lifir ævinnar. Síst allra handverksmanna öfunda ég málara. Þvínæst pípara, brandaranna vegna, sjáið þið til.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *