Daily Archives: 8. september, 2005

Mó eða pómó? 0

Ég rakst á gamla gagnrýni Hermanns Stefánssonar um Áhyggjudúkkur á Kistunni. Hann var í það minnsta hrifinn af henni. Hver veit, kannski er ég ekki nógu mikill módernisti/póstmódernisti eða whatever til að fatta svona bókmenntir. Eða, það sem meira er, kannski er ég ekki nógu mikill póstmódernisti til að fatta að maður á ekki að […]

Bækur og kveðskapur 0

Keypti aðra bók í dag, Veröld okkar vandalausra, eftir Kazuo Ishiguro. Standist hún væntingar mínar verður hann aldrei kallaður neitt annað af mér en Meistari Ishiguro. Það hefur verið mér mikið heillaspor að kynnast þessum höfundi, og jafnvel þótt allar hinar bækurnar hans reyndust vera eitthvert drasl eða rúnk, þá skipti það engu máli. Svo […]

Ljóðalestur 0

Ljóðalesturinn gekk ágætlega. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta oftar. Þyrfti bara að endurheimta öryggið sem ég eitt sinn hafði við upplestra. En þrátt fyrir smá sviðsskrekk gengu ljóðin þýðlega ofan í fólkið. Sem er náttúrlega fyrir öllu.

Nútímabókmenntir? 0

Í gær keypti ég mér bókina Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga. Mér fannst ég hafa heyrt ágætishluti um hana og þaraðauki var hún hræódýr. Eftir á að hyggja hefði ég getað sagt sjálfum mér hvað átt var við með setningunni „og innstu hugsunum þeirra lýst“ aftan á kápunni. En ég er kominn talsvert áfram með bókina […]