Nútímabókmenntir?

Í gær keypti ég mér bókina Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga. Mér fannst ég hafa heyrt ágætishluti um hana og þaraðauki var hún hræódýr. Eftir á að hyggja hefði ég getað sagt sjálfum mér hvað átt var við með setningunni „og innstu hugsunum þeirra lýst“ aftan á kápunni. En ég er kominn talsvert áfram með bókina og hyggst klára hana.
En eru þetta bókmenntir nútímans? Eru þær allar svona pervers? Er þetta ekki rökrétt þróun eftir þær 101 Reykjavík og Þetta er allt að koma hans Hallgríms Helga og rúnkbókmenntir Mikaels Torfa? Ég skal ekki segja. En ef allar bækur héðanaf eiga að vera lýsandi fyrir „innstu þrár okkar allra“ þá held ég mig bara við eldri bókmenntir.
Annars á ég eftir að gefa Braga Ólafs og Hermanni Stefáns séns, en fyrst flestallt sem ég kaupi mér eftir samtímahöfunda fjallar um rúnk og brund er ég ekki aldeilis viss um að ég þori því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *