Month: september 2005
Nýustu fregnir æfi minnar
Ef menn eru sjokkeraðir á þessu má benda á aðrar stafsetningar sem ég er að hugsa um að taka upp: Æfi, altaf og nýast. Þaraðauki er ég að hugsa umað tengja altaf saman orðasambönd einsog þaraðauki, umað og einsog, þaðsem eftir lifir æfinnar.
Í öðrum fréttum hefur ármaður vor, Hjördís Alda, beðið okkur úr Listafjelaginu að flytja nokkur kvæði í tilefni af opnun vefsíðu skólafélagsins á fimmtudaginn. Ég hef þegar fundið fimm kvæði, sem tengja má við atburðinn með nokkrum útúrsnúningum. Í ofanálag fleygi ég kannski einum Tómasi (hvern ég keypti áðan) og einu sérortu með í grautinn. Enn er þó tvísýnt um hvort hin þrjú okkar úr Listafjelaginu fáist til að lesa nokkuð.
Í ljós kemur á allra næstu dögum hvort ég hljóti sæti í skólaráði. Það þætti mér gott. Ég hef nefnilega ýmislegt að athuga við stefnu skólans í ýmsum málum. Til dæmis mál viðkomandi jafningjafræðslu.
Ármann slengir fram sögninni að súrmúlera. Það er skemmtilegt orð. Að minnsta kosti ef maður er mikill súrmúler.
Tilvísunarvandræði
Tímasprengja
Mér leið betur eftir daginn fyrir vikið, en ég sé að þetta gengur ekki til lengdar. Einn daginn mun ég snappa.