Daily Archives: 10. október, 2005

Með þér 0

Himininn hrynur og umlykur húsin, höfgi grámans fyllir tómið og bílarnir fljóta á öldum tímans á önnur mið. Flaumurinn fellur af húsum fram, eitt og eitt lík slæðist með og kettirnir synda baksund í öllu saman! og finna frið. Gróðurinn drukknar í lausninni, hestvagnar fljóta upp á vatnsborðið og rósirnar sem við áttum, þú, ég: […]

Framtíðaráformin 0

Ég er spenntur fyrir framtíðinni. Svo spenntur að ég get varla á mér setið og festist ekki við neitt annað. Samt veit ég að ég get ekki gefið mér tíma til þess sem mig langar til, það er margt sem stendur framtíðaráformum mínum fyrir þrifum og þarf að taka til hendinni við, áður en hlaupið […]

EMP-mail 0

Skrýtið hvernig dyrasími heimilisins virkar alltaf nema þegar pósturinn hringir. Þá skiptir engu máli hversu hátt er hrópað í dyrasímann, það heyrist ekki einu sinni í rokinu fyrir utan. Tólið bara hættir að virka. Þessu hafa flestir á heimilinu vanist og hleypa póstburðarkonunni inn, jafnvel þótt hún hafi engin færi fengið á að auðkenna sig. […]

Blaðburður 0

Á forsíðu Fréttablaðsins stendur að Þorfinnur Ómarsson hafi borið út dagblöð í æsku. Og þetta segja þeir núna!

„Flug og díll 0

Þarftu að gera yfirtökutilboð í alþjóðlegan banka? Ertu að hugsa um að kaupa þér matvörukeðju, fyrirtækjasamstæðu eða bara að fara með starfsfólkið út að borða?“ Það er gott að Iceland Express þekkir sína viðskiptavini.

Sameiningarkjaftæði 0

Ég hef velt því fyrir mér hvaða akkur menn sjá sér í að sameina sem flest og fjarlægust sveitarfélög. Græðir einhver á því að þvinga nokkurhundruð manna byggðarlög til sameiningar við tugþúsunda sveitarfélög? Ekki fæ ég séð að arðurinn sé mikill. Hins vegar gæti ég trúað því að kostnaður aukist fyrir sveitarfélögin og þjónusta verði […]