Daily Archives: 12. október, 2005

Varúð! 0

Stafsetningarfyrirkomulag þessarar síðu tekur breytingum frá og með þessari færslu. Orðið allt mun héðan af stafsett alt, og sömuleiðis öll þau orð er innihalda allt, s.s. allsstaðar (alstaðar), alltaf (alt af), lék á alls oddi (als oddi), alltént (altént) o.s.frv. Eldri stafsetningarbreytingar hafa verið á orðunum jæja (jæa), ævi (æfi), biskup (byskup), skrítið (skrýtið) og […]

Æfisagnaritarinn ég 0

Ég fletti afa mínum upp á netinu. Það eina sem um hann er skrifað er þetta: „Eftirtaldir hafa gegnt embætti formanns frá stofnun félagsins [Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni]: … Arngrímur Bjarnason 1939 … “ Þvílík neðanmálsgrein í mannkynssögunni! Helst langar mig til að skrifa æfiágrip hans á netið. Það verður ekki ítarlegt, […]

Face Off 0

Í nótt dreymdi mig að ég hefði skipt um andlit. Þegar ég vaknaði var ég búinn að gleyma því hvernig ég lít út og brá nokkuð við að líta í spegil. Var samt feginn að sjá mitt andlit.