Jájájájájá

Ég hef lokið miklum áfanga. Það var nú gott.

Sjálfstætt fólk er ein þeirra bóka sem ég er að lesa núna. Hún vinnur á eftir því sem maður kemst lengra. Og ekki byrjaði hún illa. Það verður að gefa Halldóri það, að hann er eini maðurinn sem hefur megnað að skrifa raunsæisbókmenntir eftir mínum smekk. Að öllu jöfnu leiðast mér raunsæisbókmenntir.

Þórbergur skrifaði ekki af raunsæi enda þótt bækur hans væru flestar um hann sjálfan og ættu sér stoð í raunveruleikanum. Þótt þær lýsi væntingum hans til lífsins, lífsbaráttu, þjáningum, gleði og óborganlegum húmor eiga þær lítið skylt með raunsæisbókmenntum. Ég veit ekki hvort það er merkilegt eða ekki.

Hver þarf líka grámyglu okkar heims þegar hann getur komist í snertingu við guðdóm annars heims? Slík er rómantíkin, og hún er öllu raunsæi meiri.