Erfið nótt

Í nótt dreymdi mig þá hryllilegustu martröð sem mig hefur nokkru sinni dreymt. Hún var það ógeðfelld að ég held ég láti ógert að segja frá henni við nokkurn mann. Ég segi hins vegar þetta: Það þarf mikið til að láta kalt vatn renna mér milli skinns og hörunds í hvert skipti sem ég hugsa um það. Ég vona bara að mér takist að gleyma þessu einn daginn. Ég þakka mínum sæla fyrir að ég gat sofnað aftur, eða geti yfirhöfuð sofnað aftur. Þá er ekki amalegt að hafa fengið nýtt og glæsilegt rúm afhent inn um dyrnar fyrr um daginn!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *