Monthly Archives: október 2005

Baráttudagur kvenna 0

Óska konum til hamingju með daginn. Stemmningin er gríðarlega góð niðri í bæ og ég er sannfærður um að enn fleiri séu þar samankomnir nú en fyrir 30 árum. Sjálfur þurfti ég þó að yfirgefa bæinn þar sem rúmið mitt nýja fer að detta inn úr dyrunum og einhver (ekki mamma mín) þarf að taka […]

Anastasía hin yndislega sem börnin elska 0

Það er ekki langt síðan ég skrúfaði frá sjónvarpinu, svo ég orði það eins og amma mín, og sá þar teiknimynd með lítlum skrýtnum karli sitjandi bakvið skrifborð og mynd af hamri og sigð bakvið hann. Nei, er þetta ekki Lenín, hugsaði ég og settist niður viðbúinn konunglegri skemmtun. Það leið ekki á löngu áður […]

Landsfundur 0

Þá er þessum landsfundi lokið. Eins skemmtilegur og hann var er samt gott að honum er lokið. Það hefði nú samt mátt taka meiri tíma í að ræða um ýmis mál.

Fréttablaðið með puttann á púlsinum 0

Frétt aldarinnar: Þorgerður Katrín er ekki hrifin af VG. Ég sem hélt hún væri það hrifin af VG að hún vildi ekki spilla honum með félagsskap sínum. En við eigum þá að minnsta kosti ekki í hættu á að fá sjálfgræðismenntaleysisráðherra í flokkinn, sem getur varla talist neitt annað en hið besta mál.

Búslóðarskipti og smá saga 0

Í dag var mér gefið nýtt rúm. Það fæ ég sent heim til mín á mánudaginn. Það gamla fékk ég að gjöf frá ömmu minni árið 1997 eða 1998 og var ónýtt. Rúmið sem ég átti þar á undan fékk ég einnig að gjöf frá ömmu minni, árið 1990. Það hvílir niðri í geymslu, nema […]

Góðu vinirnir sem þú átt … 0

Ég hef alltaf vorkennt þeim sem eru kallaðir „Rúnki“ og vonað að það viðurnefni sé ekki til komið af mannkostum. Hvað ímynd hefur maður af manni sem kallaður er „Rúnki“? Halló, ég heiti Rúnki og áhugamál mín eru … Nei, einfaldlega of hræðilegt. Ekki gera fólki þetta.

Jájájájájá 0

Ég hef lokið miklum áfanga. Það var nú gott. Sjálfstætt fólk er ein þeirra bóka sem ég er að lesa núna. Hún vinnur á eftir því sem maður kemst lengra. Og ekki byrjaði hún illa. Það verður að gefa Halldóri það, að hann er eini maðurinn sem hefur megnað að skrifa raunsæisbókmenntir eftir mínum smekk. […]

Endurnýjun 0

Það að sjá fyrir endann á verkefnabunkanum hefur veitt mér meiri lífsfyllingu þessa tvo síðastliðna daga en allt síðastliðið ár. Allt sem ég hef gert lengi hef ég gert í skugga hins stóra ókláraða verkefnis sem nú sér fyrir endann á. Og það er langt síðan ég hef verið eins ánægður með sjálfan mig. Ég […]

Berdreyminn Stackanov 0

Nei, ég lýg engu þótt ég segi draumfarir mínar ekki sléttar. Nú í nótt dreymdi mig, auk færslunnar fyrri í dag, að Skúli væri skegglaus. Það hefur nú komið á daginn að Skúli er orðinn skegglaus. Fyrst ég er greinilega berdreyminn geri ég ráð fyrir því að ef Þorkell minnist ekki á Sigrúnu, kærustu Sigga […]

Þetta dreymdi mig 0

Í sögutíma: Lóa er að tala um fyrsta útvarpsmastrið á Íslandi. Þorkell: Þetta útvarpsmastur stóð einmitt á landareign pabba Sigrúnar, kærustu Sigga húsvarðar. Einhver stelpa: Kærasta Sigga heitir Sigurlín! Þorkell: Nei nei, hún heitir Sigrún Lóa: Hvernig stendur eiginlega á því að þú veist svona mikið um Sigga húsvörð? Þorkell: Ég veit ekkert um Sigga […]