Daily Archives: 3. desember, 2005

Enskar óperur og tenglastefna 7

Áðan keyrði ég stjúpbróður minn, hver er meðlimur í einni af þessum absúru klíkum sem tröllríða bloggheimum um þessar mundir, í Kópavoginn. Á leið minni til baka kveikti ég á Útvarpinu og brá í brún við að heyra óperu á ensku. Tónlistin var flott, draugaleg og kraftmikil, en mér finnst sem það ætli aldrei að […]

Fífl sem kasta eggjum 4

Þeir sem henda eggjum í hús vegna þess að einhver býr eða bjó þar eru fífl. Þeir sem ekki sætta sig við að hér á landi gegna dómstólar hlutverki réttvísinnar, en ekki þeir, þeir eru sömuleiðis fífl. Annars vil ég taka fram að ástæðulausu að ég er ekki faðir Envers Hoxha.

Kitlaður (meira samt eins og að vera kýldur) 4

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey: 1. Finna mér konu. 2. Gefa út bók. 3. Ljúka doktorsprófi í a.m.k. einu fagi. 4. Ljúka BA-gráðu í a.m.k. þremur fögum. 5. Flytjast búferlum til Ítalíu. 6. Ferðast um víðan og breiðan heiminn. 7. Bæta sjálfan mig. Sjö hlutir sem ég get: 1. […]

Heimskur byggir hús sitt á misgengi 5

Margt hef ég vitað gáfulegra en að reisa háhýsi á misgengi, enda þótt það sé sérstaklega hannað til að standast jarðskjálfta. Hljómar eins og öfgakennd leið til að storka örlögunum.