Daily Archives: 9. desember, 2005

Þegar pítsan kom 11

Rödd í dyrasímanum: Já, Hrói Höttur? Ég: Það er ég. Líklega var það ekkert fyndið.

Góð fyrirmynd 1

Ég mun aldrei, aldrei, aldrei taka þá afsökun gilda, að Bond sé hafður reyklaus í nýju myndunum til þess að sýna gott fordæmi. Þeir myndu sýna betra fordæmi með að beinlínis auglýsa lækningarmátt tóbaks, en að framleiða kvikmyndir um kaldrifjaðan kvenfyrirlítandi alkóhólistamorðingja, sem vinnur við að berjast við Þjóðverja og Rússa, vegna þess hve átakanlega […]

Ljóðakvöld 6

Í gærkvöldi stóðum við Kári og Dóri fyrir ljóðaupplestri á Café Babalú á Skólavörðustíg. Það verður ekki annað sagt en það hafi lukkast ágætlega, uppátækið kom gestunum skemmtilega á óvart, en viðburðurinn hafði ekki verið auglýstur sérstaklega. Ég er eiginlega ánægður með að hafa riðið á vaðið, því bæði Kári og Dóri voru svo góðir […]

Ljótur grikkur 3

Mikið er það skelfilegt þegar menn stela jeppa, strípa hann og hreinsa innan úr honum. Það er ljótur grikkur. Ekki hafa þeir hugsað til eigandans, hvernig honum yrði um, þegar hann kæmi að bílnum sínum berháttuðum og hreinum að innan. Þetta létu þeir sér ekki nægja, heldur rifu þeir sætin, klæðningu, framstuðara og einhvern ljóskastara, […]

Hvað næst? og tilvitnunin frá í gær 3

Jónína Ben. Fleiri orð eru óþörf. Tilvitnunin sem ég birti í gær var í ömmu mína. Það sá enginn. Þessi orðnotkun hennar, sem mér finnst svo dæmalaust skemmtileg, er á útleið. Hún er áreiðanlega í hópi hinna hinstu sem tala svona. Samt talar hún ekkert sérlega forneskjulega. Þetta er aðeins dæmi um að orðnotkun breytist […]