Jólastress

Nú eru allir í jólastressinu að kaupa gjafir og almennt havarí. Sjálfur er ég að upplifa mitt fyrsta jólastress, aðeins að litlu leyti hvað gjafir varðar raunar. Mitt jólastress felst einkum í peningaleysi til að kaupa gjafir, svo og tímaskorti. Ég mun ekki hafa neitt voðalega mikinn tíma fyrir sjálfan mig þessi jólin og er það margþætt vandamál. Fyrst er það Þorláksmessuvinnan, sem þegar hefur eyðilagt fyrir mér margt sem ég hefði heldur viljað gera. Næst koma ýmis jólaboð svo og eitt áttræðisafmæli, það síðarnefnda er mér raunar bæði ljúft og skylt að mæta í. Þar ofan á leggst kvöðin af mestu ritgerðarsmíð minni til þessa, sem á að fjalla um upphaf og þróun katólskrar kirkju með hliðsjón af samfélagslegum áhrifum hennar. Raunar hef ég misst allan áhuga á efninu og ætla að freista þess að fá því breytt. Það er mun fremur við mitt hæfi að skrifa um menningarsögu, þá sérstaklega um íslenskar bókmenntir. Aukinheldur er ég að vinna að því að skapa jarðveg fyrir útgáfu ljóðabókar eftir sjálfan mig, svo og að ýmsu öðru. Að lokum fer ég til Finnlands 3. janúar á ráðstefnu og kem aftur 10. Að því er nokkur undirbúningsvinna, vinna meðan á stendur og vinna eftir að heim er komið. Já, ekki hreint amalegt sjálfskaparvíti, eða sjálfskaparhimnaríki, eins og Emil myndi segja.

Af ýmsu

Nýkominn af Celtic Cross þar sem við Kári og fleiri bókmenntanördar, í tilefni af afmæli hans, ræddum landsins helstu gagn og nauðsynjar. Lafleur bar ekki á góma í þetta skiptið, hálfgerð synd, en það verða fleiri skipti.

Annars tel ég brýnt að benda mönnum jafnt sem dýrum á nokkuð, svona í miðri holskeflu alls kólasveinatals, að Coca Cola Co. er ekki höfundur jólasveinsins rauða. Bróðir minn bloggar um sama, en tekur þó ívið drjúgar til árarinnar.

Ég tók mig loksins til og las nóbelsávarp Harolds Pinter. Sá maður er mikill töffari og ég mæli eindregið með lestri ávarpsins, frá fyrsta staf til hinsta punktar. Það má finna hér. Ljóðið sem hann vísar í eftir Pablo Neruda er vægast sagt frábært, mjög áhrifaríkt. Lokalínurnar þvílíkar að það fór um mig. Pinter birtir aðeins útdrátt, en hérna er allt ljóðið:

I’m Explaining a Few Things

You are going to ask: and where are the lilacs?
and the poppy-petalled metaphysics?
and the rain repeatedly spattering
its words and drilling them full
of apertures and birds?
I’ll tell you all the news.

I lived in a suburb,
a suburb of Madrid, with bells,
and clocks, and trees.

From there you could look out
over Castille’s dry face:
a leather ocean.
My house was called
the house of flowers, because in every cranny
geraniums burst: it was
a good-looking house
with its dogs and children.
Remember, Raul?
Eh, Rafel? Federico, do you remember
from under the ground
my balconies on which
the light of June drowned flowers in your mouth?
Brother, my brother!
Everything
loud with big voices, the salt of merchandises,
pile-ups of palpitating bread,
the stalls of my suburb of Arguelles with its statue
like a drained inkwell in a swirl of hake:
oil flowed into spoons,
a deep baying
of feet and hands swelled in the streets,
metres, litres, the sharp
measure of life,
stacked-up fish,
the texture of roofs with a cold sun in which
the weather vane falters,
the fine, frenzied ivory of potatoes,
wave on wave of tomatoes rolling down the sea.

And one morning all that was burning,
one morning the bonfires
leapt out of the earth
devouring human beings —
and from then on fire,
gunpowder from then on,
and from then on blood.
Bandits with planes and Moors,
bandits with finger-rings and duchesses,
bandits with black friars spattering blessings
came through the sky to kill children
and the blood of children ran through the streets
without fuss, like children’s blood.

Jackals that the jackals would despise,
stones that the dry thistle would bite on and spit out,
vipers that the vipers would abominate!

Face to face with you I have seen the blood
of Spain tower like a tide
to drown you in one wave
of pride and knives!

Treacherous
generals:
see my dead house,
look at broken Spain :
from every house burning metal flows
instead of flowers,
from every socket of Spain
Spain emerges
and from every dead child a rifle with eyes,
and from every crime bullets are born
which will one day find
the bull’s eye of your hearts.

And you’ll ask: why doesn’t his poetry
speak of dreams and leaves
and the great volcanoes of his native land?

Come and see the blood in the streets.
Come and see
The blood in the streets.
Come and see the blood
In the streets!

-Pablo Neruda, þýðing e. Nathaniel Tarn