Monthly Archives: desember 2005

Jólastress 3

Nú eru allir í jólastressinu að kaupa gjafir og almennt havarí. Sjálfur er ég að upplifa mitt fyrsta jólastress, aðeins að litlu leyti hvað gjafir varðar raunar. Mitt jólastress felst einkum í peningaleysi til að kaupa gjafir, svo og tímaskorti. Ég mun ekki hafa neitt voðalega mikinn tíma fyrir sjálfan mig þessi jólin og er […]

Af ýmsu 2

Nýkominn af Celtic Cross þar sem við Kári og fleiri bókmenntanördar, í tilefni af afmæli hans, ræddum landsins helstu gagn og nauðsynjar. Lafleur bar ekki á góma í þetta skiptið, hálfgerð synd, en það verða fleiri skipti. Annars tel ég brýnt að benda mönnum jafnt sem dýrum á nokkuð, svona í miðri holskeflu alls kólasveinatals, […]

Getraun 13

Flóð 0

Þetta er einhver sú furðulegasta fréttamynd sem ég hef séð. Fyrst hélt ég að gæsin væri kóbraslanga og hugði vin minn Othman Awang vera í talsverðri klípu. Kötturinn dregur svo upp heildarmynd angistar og volæðis, hið raunverulega fórnarlamb hinna malasísku flóða. Ef ég gæti myndi ég tengja á fréttina, en Morgunblaðið hefur þann háttinn á […]

Ástæða þess að ég er töff en ekki þið 4

Í gær fórum við faðir minn í Herrahúsið og keyptum á mig smókingskyrtu og slaufu, svo smókinginn minn endi ekki æfidaga sína mölétinn inni í skáp (enda þótt þar sé enginn mölur). Í gær var ég svo að bisa við að læra slaufuhnútinn. Gafst upp öskrandi og emjandi af bræði. Svo fékk ég hugljómun áðan […]

Meira af sveinka og séra 5

Líkt Hildigunni ætla ég að vísa í færslu Varríusar er viðvíkur máli séra Flóka og jólasveinsins. Algjör щnilld. Ha, щnilld? Já. Щnilld.

Student of '99 1

Finnst engum nema mér fyndið þegar íslenskir stúdentar segja útlendingum að þeir séu „student“?

Fyrirbyggið öll hjartans áföll! 1

Nei, heyrðu mig nú! Hvað er óhollt til í þessum heimi sem ekki fyrirbyggir hjartaáfall sé þess neytt í hófi? Eru einhver takmörk fyrir því hvað vísindamenn geta sóað tíma sínum í leit að tilgangslausum eiginleikum neysluvarnings? Allt veldur krabbameini í óhófi, allt fyrirbyggir hjartaáfall í hófi. Köllum það hérmeð frumeiginleika allra hluta og hættum […]

Múrinn 2

Múrinn er búinn að vera þvílíkt dúndur undanfarið að það er varla úr vegi að vísa á það besta: Setjum nefnd í málið! eftir Steinþór Heiðarsson, Femínistafélagið er langsvalast eftir Ármann Jakobsson, Þegar kristna íhaldströllið stal jólunum og Auðvitað á hann að segja af sér eftir Sverri Jakobsson.

Jólasveinninn er víst til 7

„Jólasveinninn er ekki til“, úthrópar séra Flóki á forsíðu DV. Ég spyr nú bara á móti: Eru einhverjar sannanir fyrir því að hann sé ekki til? Við höfum skriflegar heimildir fyrir tilvist margra jólasveina frá 19. öld, sem þá höfðu lengi varðveist í munnlegri geymd. Fjölmiðlar tala um þá líkt og þeir séu til, og […]