Finnland kvatt

Ég hef merkilega lítinn áhuga á að fjalla nánar um Finnland á þessari síðu, eins og annars stóð til, annað en að ferðin var í senn ógleymanleg og hálfsúrrealísk á köflum, jafnt erfið og frábær. Það skiptust sumsé á skin og skúrir eins og vera ber. Gleggst man ég eftir stemmningunni sem jafnan helltist yfir mig snemma aftans, minnst man ég eftir kvöldunum. Þau eru horfin í móðu og hvert hefur blandast við hitt, atburðarásin ekki alveg á hreinu. Eitt var það þó sem gerði ferðina þess virði, hefði hún annars verið ömurleg – sem hún var ekki – og það var nándin við félagana, sem gerði okkur að betri vinum en kannski hefði annars orðið. Vináttuböndin munu vonandi aðeins styrkjast, og lífsreynslan og kunningsskapurinn sem ég naut þar í Finnlandi eru mér ómetanleg. Dvöl mín í Finnlandi mun þannig aldrei gleymast mér, enda þótt ég haldi smáatriðunum fyrir sjálfan mig svona á almannavettvangi.

8 thoughts on “Finnland kvatt”

Lokað er á athugasemdir.