Daily Archives: 18. janúar, 2006

Nýtt útlit 6

Hún er kannski svolítið ókennileg núna en ég ætla að prufa mig áfram með þetta.

Óreiða 2

Dagarnir líða fljótt núorðið. Fullfljótt. Ég lendi í þeirri aðstöðu sérhvern dag að það vantar nokkrar klukkustundir í sólarhringinn svo ég fái lokið verkum mínum. Vegna þess ég er seinn til verka. Ég þarf greinilega að endurskipuleggja daginn og minnka eftirlátssemina við sjálfan mig. Hefði ég einkatölvu myndi ég einfaldlega refsa sjálfum mér og skrifa […]

Fjölgreindakenningin 10

Ég mun víst neyðast til að lesa um fjölgreindakenningu Howards Gardners á þessari önn. Leyfist mér þá að vitna til hans sjálfs: Ultimately, it would certainly be desirable to have an algorithm for the selection of an intelligence, such that any trained researcher could determine whether a candidate’s intelligence met the appropriate criteria. At present, […]

Mismunandi áherslur 0

Ég sé að móðir mín hefur keypt kaffi sem kallast „Frískleg morgundögg“. Ekki skil ég hvað í ósköpunum fékk hana til að kaupa þetta sull. Mitt kaffi skal heita „Tjara“ eða ekkert. Frískleg morgundögg, það er eitthvað sem ég myndi kalla teið mitt.