Monthly Archives: janúar 2006

Gerviþreyta 0

Mér líður eins og ég hafi ekki sofið í marga daga. Það er ekki öldungis rétt, ég hef lítið gert annað undanfarið. Ég hef greinilega ekki fengið nema ráðlagðan hámarksdagskammt af kaffi í dag, skömm sé að því, fyrst innistæðulaus þreyta sækir að mér eins og skrattinn á hæla Sæmundi. Sólarhringurinn er of stuttur manni […]

Party jokes – a wise and witty guide 4

1. Bíddu þar til allir eru orðnir temmilega fullir. 2. Hættu skyndilega að höndla bjórinn þinn. 3. Spurðu gestgjafann hvort hann eigi plastfilmu til að vefja um bjórinn þinn (hann segir nei). 4. Spurðu gestgjafann hvort það sé þá í lagi að þú vefjir hálfdrukkinn bjór inn í Vínbúðarplastpoka og setjir inn í ísskáp. Hann […]

Álag 0

Ég sé það æ betur að ég þoli það illa. Eins og ég vildi nú trúa því að ég plumaði mig best með tifandi tímasprengju á herðunum.

Frægur heilsar 0

Eins og allir Íslendingar vita er hvert og eitt okkar hið eina rétta autoritet á það hvað telst frægu fólki sæmandi. Oft lætur fólk hafa ótrúlegustu hluti eftir sér. Eins og ein manneskja sagði eitt sinn um tvær mismunandi manneskjur með stuttu millibili: 1. „Þá gekk Xur upp að mér og sagði: Hæ, ég heiti […]

Illar draumfarir 0

Ég svaf illa í nótt og lítið. Dreymdi martröð sem fólst í að ég missti tunguna eftir að vinkona mín hafði stungið pinna gegnum neðri vörina á mér, óvíst hvort hún yxi aftur. Það er ástæða fyrir því að mér er meinilla við svona andlitsjárn, ef þið hélduð að þetta væru bara fordómar hjá mér. […]

Tilvitnun dagsins Slökkt á athugasemdum við Tilvitnun dagsins

Er úr Sumarljósi og svo kemur nóttin, eftir Jón Kalman Stefánsson. „ … en við segjum stundum við gamla manninn: láttu nú hendurnar standa fram úr ermum, eða: þér eru aldeilis mislagðar hendur í dag! Þetta finnst okkur fyndið og honum stundum líka, en þó ekki alltaf.“ Skömmu áður í bókinni kemur fram að maðurinn […]

Ég er ekki skatólógus 4

Mér er sagt ég hafi hrópað upp yfir mig í gærkvöldi, í umræðu um skatólógíu, að hún væri „fokkíng snilld“. Vil ég nota þetta tækifæri til að benda fólki á að hrifning mín á skatólógíu þarf ekki endilega að vera byggð á neinu merkilegra en almennri hrifningu á grískum hugtökum. Í það minnsta hef ég […]

Inni á milli daga 0

Mér finnst ég stundum vera eins og náunginn úr laginu In Between Days með Cure. Lag dagsins er annars Cinny’s Waltz eftir Tom Waits. Það er enginn texti í því, svo þið þurfið bara að finna það á netinu til að ná stemmningunni. Ég keypti mér fleiri bækur í dag. Ég hallast að því að […]

Í dag 2

Það er aldrei að vita nema ég hafi dottið niður á nýja vinnu. Verður það afturhvarf til liðinna ára að vissu leyti, því sem starfið sem um ræðir er á Borgarspítalanum. Já, ég er að hugsa um að gerast bindiskarl í glerbúri. Engir viðskiptavinir = draumur í dós. Annars sé ég það æ betur að […]

Framhald af síðustu færslu Slökkt á athugasemdum við Framhald af síðustu færslu

Er kaffi kannski aðeins ein tegund af tei? Hvers vegna trúir fólk fremur á heilunarmátt tes en kaffis við hálsbólgu? Allt þetta og meira til í nýjustu bók okkar Páls Skúlasonar, „Pælingar 8, um frumspeki kaffis“.