Upplestur hjá SHA

Yðar einlægum brá talsvert í brún, verður að segjast, þegar Davíð Stefánsson hringdi í mig og bað mig að lesa upp ljóð á einhverju herstöðvaandstæðingadjammi, raunar án nokkurs fyrirvara. Vitaskuld þáði ég með þökkum.

Við vorum þrjú sem lásum, Henrik Garcia, Hildur Lilliendahl og ég. Ég missti af Henrik en náði um hálfri Hildi. Ljóðin hennar voru býsna skemmtileg. Hún var líka klöppuð upp. Vonandi að maður upplifi það einhvern tíma. Það var líka svolítið spes að vera kallaður út, fyrirvaralaust, til að lesa. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég ætlaði að lesa þegar ég mætti á svæðið en ég held það hafi bara heppnast býsna vel.

Í það minnsta er ég ánægður með kvöldið, vona að þau verði fleiri í framtíðinni. Það er víst ekkert gefið í þeim efnum.

5 thoughts on “Upplestur hjá SHA”

  1. Jamm, þú hefðir nefnilega þurft að auglýsa leikinn, ég hefði frekar mætt þá! Mig langar að sjá þetta sem þú ert með, eða heyra; annars þá vissi ég ekkert af þessu, að það væri eitthvert svona gill í gangi, einsog svo oft áður.
    Þú verður vonandi klappaður upp einhverntíma, það er samt allt gott meðan maður þarf ekki að fara í dulbúning eftir listgjörning, svona einsog söguhetja Ray Davies í ‘All Of My Friends Were There.’ Það er, held ég helvítis bömmer.

  2. Davíð Stefánsson mun vera aðalmaðurinn bakvið Ljóð.is.
    Ég hefði auglýst þetta hefði ég haft nokkurn tíma. Mætti niðureftir beint eftir vinnu.
    Já, maður vonar að maður meiki það einn daginn 🙂

Lokað er á athugasemdir.