Monthly Archives: febrúar 2006

Úr kaos reis Gaia 3

Að mér sækja hugmyndir úr öllum áttum. Nú hef ég þríþætt skema til að fylgja eftir. Það verður flókið, kostnaðarsamt og tímafrekt, en ef allt gengur eftir mun ég mögulega eiga eitthvað eftir til að kallast stoltur af. Vona að þetta sé ekki eintómar skýjaborgir. En nú er það námið, sú daðrandi frilla.

Þríleikur án miðju 2

Ég er kominn með það! Það er lag og það er í dúr (merkilegt nokk). Það átti að vera lokakaflinn í þessum þríleik en svo passar það ekki við lok annars kafla. Það þýðir að ég þarf að endursemja annan kafla, sem er allt í lagi vegna þess að hann sökkar. Einnig hefur komið upp […]

Uppgötvun 2

Fjórar til sex blaðsíður orðnar að þrettán með tilvísanaskrá. Verk hafið klukkan 14:12 á sunnudegi. Verklok klukkan 19:21 á mánudagskvöldi. Tveggja daga vinna, afrakstur slæmur. Afar slæmur. Sama kvöld klukkan 19:53 uppgötvast: Ríflega hundrað blaðsíður fyrir listasöguprófið á morgun. Api get ég verið.

Hugmyndir 2

Hugmyndir fæðast og deyja á hverjum degi. Þokan sem hékk neðan úr ljósastaurunum í gær eins og ljósofin himnasæng færði mér eina góða á silfurfati, sem krefst þess að verða að smásögu. Hingað til hafa allar mínar hugmyndir eyðilagst við þá umbreytingu. Vona að raunin verði önnur í þetta skiptið. Aðra hugmynd fékk ég rétt […]

Engar smá sögur 5

Getur einhver lesenda minna orðið mér úti um eintak af Engum smá sögum eftir Andra Snæ Magnason, fyrir sanngjarnt verð, eða bent mér á hvar ég gæti nálgast eintak?

Lag dagsins 0

Vor í Reykjavík 2

Vor í febrúar, snjór í apríl. Í smásögunni Snjór í apríl eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson reynist kynleg veðrátta vera þónokkur örlagavaldur. Læt vera að nýsprottnir laufsprotar reykvískra trjáa muni kúvenda mörgum lífum, en í það minnsta hafði ég ekki fundið fyrir svo tærum stemningum í lengri tíma, líkt og allt árið eins og það mun […]

Bókmenntarýni: Sumarljós og svo kemur nóttin 1

Vegna áskorunar birti ég fyrirlestur minn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson, sem ég flutti í skólanum í dag. Set þann fyrirvara á að hún var hraðunnin og að sjálf efnisyrðingin sem ég lagði upp með frá upphafi týndist í hugmyndaflóðinu meðan ég spann mér leið í kringum hana. Þess vegna […]

Gæluverkefnið tekur völdin 0

Ekki velur maður sér gæluverkefni eftir umfangi, svo mikið er ljóst. Sum hver virðast á stundum eins ómöguleg viðureignar og ef brúa ætti bilið milli Mars og Venusar (ath. myndmál). Þegar þannig viðrar skal ekki láta deigan síga heldur hella sér út í baráttuna af meiri krafti. Bara að passa upp á að gæluverkefnið nái […]

Tristram og Ísold 4

31. Runnu upp af leiðum þeirra lundar tveir. Upp af miðri kirkjunni mætast þeir. – Þeim var ekki skapað nema að skilja. úr Tristranskvæði. Klassískur rómans og afskaplega fallegt kvæði. Hinsvegar má deila um hvort sýn Salvadors Dalí hafi verið sérstaklega rómantísk eða falleg. Raunar má deila um hvort nokkuð af því sem hann gerði […]