Þríleikur án miðju

Ég er kominn með það! Það er lag og það er í dúr (merkilegt nokk). Það átti að vera lokakaflinn í þessum þríleik en svo passar það ekki við lok annars kafla. Það þýðir að ég þarf að endursemja annan kafla, sem er allt í lagi vegna þess að hann sökkar. Einnig hefur komið upp úr dúrnum að heildarverkið verður ekki allt rómansa. Sem er fínt vegna þess annarsvegar að hún er of afmörkuð, hinsvegar vegna þess ég er ekkert sérlega merkilegur gítarleikari. Það skapar samt viss vandamál þegar kemur að því að tengja alla hlutana saman. Ég er raunar ekki allsendis viss um hvort ég vilji hafa það þríleik. Fyrsti hlutinn er dapur, annar hlutinn er eins og áður segir í skralli og þriðji hlutinn er nær fullkomin hamingja. Eiginlega er alltof flókið fyrir mig að vinna úr þessu. En kannski verður á endanum til regla úr nógu miklum kaos.

2 thoughts on “Þríleikur án miðju”

  1. 1) Ekki draga úr gítarhæfileikum þínum.
    2) Hvers vegna að semja þetta í mörgum pörtum? Af hverju ekki að semja frekar eitt langt verk sem þú getur svo seinna skipt upp í parta? o_O

  2. Vegna þess það var ákveðin hugsun að baki þessu öllu saman, ákveðin þróun sem átti að verða. Ég er hinsvegar hættur við það núna, fékk svo magnaða hugmynd í nótt að ég svaf ekki fyrir henni.

Lokað er á athugasemdir.