Monthly Archives: febrúar 2006

Tvö atriði sem vakið var máls á á samkundu hjá Birni Frey Björnssyni 12

1. Hugmyndin um að appelsínur séu náttúrlegar er álíka vitræn og að halda að pakkar af niðurskornum Gouda-osti vaxi á trjám; appelsínur koma í imbaheldum umbúðum, haganlega niðurskornar í lögulega báta, lötum Homo non sapiens non sapiens til hægðarauka. Það ætlar enginn að segja mér að þetta sé tilviljun. Klárlega er hér um að ræða […]

Blogghlé rofið vegna áríðandi tilkynningar 0

Ég hef glott út í annað í allan dag. Svona hefur maður nú sjúkan húmor. Silja Hlín er algjört yndi. Skúli Jón og Brynjar eru frábærir. Þakka Bjössa fyrir viskíið. Það kom á hárréttum tíma. Þakka öll augnatillitin, sumum svipum mun ég aldrei gleyma. Heilsa liðinu: Ekki bjuggust þið við þessu! Þvílík snilld. Svona er […]

Tschüss 8

Ég er farinn í bloggpásu. Bið alla vel að lifa á meðan.

Sunnudagur á röngum degi 0

Það er jafnvel meiri sunnudagur í mér í dag en í gær. Það gerir veðrið. Í svona veðri eiga menn að fara í spásséristúr með kærustum sínum niður með tjörn, gefa öndum brauð og gleyma streði hversdagsamstursins, heimsækja jafnvel Listasafnið eða Eldsmiðjuna og taka gott rölt um Þingholtin í framhaldinu, hafna loks inni á kaffihúsi […]

Stefán Jón og skipulagningarslys 0

Mér hefur verið tjáð að Stefán Jón Hafstein sé eini maðurinn með viti í Samfylkingunni í Reykjavík. Það eru til ýmsar skoðanir á því, mín verandi sú að sá maður sem fór einu sinni í viku í Ísland í dag til þess að drekka bjór, borða steik og láta Ingva Hrafn Jónsson taka sig í […]

Leikhús, prófkjör, ritgerð 2

Fór á Woyzeck í Borgarleikhúsinu. Gífurlega vel unnin og flott sýning eins og við var að búast af Vesturporti. Rúnar Freyr leysti Ólaf Egil af í kvöld. Það er svekkjandi að heyra þegar komið er í leikhús. Við Ólafur skiptumst raunar á kveðjum fyrr í dag. Tók eftir því að hann var marinn um höfuðið […]

Víða það flýgur 2

Greinin mín um kaffihúsanasistana virðist að litlum hluta hafa hafnað í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Þeir sem eru áskrifendur á netinu geta lesið brotið hér.

Um franskar 0

Ég minntist örstutt á sérstaka talmálsbeygingu orðsins franskar í samkvæmi hjá Daníel í gærkvöldi. Mér gafst ekki tóm til að fara neitt náið í það svo ég geri það nú. Orðið franskar rekur uppruna sinn til fyrirbæris er nefnist franskar kartöflur. Nafnið mun ekki veita nákvæma vísbendingu um uppruna fyrirbærisins. Í daglegu tali hefur þetta […]

Nældur 0

Þá hef ég verið „nældur“ af Kára. Skammist hann sín fyrir að reyna að næla í karlmenn. Ég ætla að flottræflast til að nota excerpt svo öll síðan verði ekki ein upptalning á mismerkilegum hlutum um sjálfan mig.

Eipað með soldátum 0

Aldrei fór það svo að ég bloggaði ekki um ferð mína upp á þá hersetnu Miðnesheiði. Þar situr enginn ormur á gulli, ólíkt fínni heiðum. Eini ormurinn þar að kalla mætti er íslenska ríkið. Það kemur engum á óvart sem hefur komið þangað að hermennirnir nenni ekki að vera þar, þó ekki nema væri leiðindanna […]