Endurfæðing hugsunar

Í gær var ég alveg handviss um að ég yrði fyrir sárum vonbrigðum með nokkuð. Ég var búinn að semja um það bloggfærslu í huganum, en þegar vonbrigðin létu á sér standa var engin þörf fyrir hana lengur.

Áðan rakst ég svo á nær nákvæmlega sömu færslu á öðru bloggi. Í sjálfu sér ekkert merkilegt, en mér krossbrá engu að síður.