Monthly Archives: mars 2006

Greinaskrif 4

Jæa, skilaði draslgrein inn á Múrinn og sendi bókarrýni á ritstjórn Hugsandi. Þá er að sjá hvort hún verður samþykkt. Verði svo er ekki ólíklegt að ég geri meira af því að rýna í bækur. Þá er það bara grein um menningarmál í Steingerði. Spurning hvort ég nenni að skrifa hana núna. Langar til að […]

Vídalín fer í messu 2

Vaknaði snemma (lesist fyrr en venjulega) og skrapp upp í Vídalínskirkju að hlýða á Vídalínsmessu Hildigunnar. Tónlistin var alveg frábær og einsöngvararnir tveir, Hallveig og Ólafur (systkini Hildigunnar?) voru bæði afar sterk. Gaman líka hvað þau lifðu sig inn í flutningin, hélt að Ólafur myndi hlaupa með kirkjubekkjunum af kátínu í Orði föðurins. Svo var […]

Lóan er komin 0

Lóan kom víst í dag, eins og raunar sést hefur á veðrinu, sól logn og hlýindi. Litadýrðin yfir borginni um sólsetur var líka afar falleg. Gærkvöldið sem ég eyddi í miðbæ Reykjavíkur var aftur á móti ekki fallegt. Einhver dansgólfsreykingadóni brenndi gat á vinstri hönd mína. Það er ekkert nema fávitaskapur að reykja í miðri […]

Verkefni og kaffi 6

Eftir að hafa spurt mig hvort ég gerði mér grein fyrir því að það væri ekki BA-verkefni, sagði leiðbeinandinn mér að stytta ritgerðina mína um 10 blaðsíður. Ég spurði hann hvað honum þætti um það að ég minnkaði einfaldlega leturstærðina. Held hann hafi átt við róttækari breytingar. Með tilfærslum á texta og leturgerðarbreytingu einum og […]

Vaknað að morgni og bloggað 2

Ég vaknaði með hugmyndina og beinagrindina að næsta bókmenntasögulega þrekvirki í hugskoti mér. Móðir mín hinsvegar drap hana með tilraunum sínum tíu til að vekja mig þar sem ég lá vakandi undir sænginni að berjast við að festa hana í minni mér, eftir aðeins um þriggja tíma svefn. Hugmyndin farin eitthvert annað. Kannski les ég […]

Möguleikar 2

Það er afar skrítið að standa skyndilega uppi með sýn til allra handa eftir ævilanga ferð eftir beinu brautinni, sjá alla möguleikana kringum sig og hvað gæti orðið. Þá veltir maður upp steinum allra þeirra mögulegu leiða sem maður hefði getað farið, fór ekki og veit því ekki hvað hefði orðið. En óhjákvæmilega leiðir maður […]

Já! 2

Ritgerðin kláruð (uns ég fæ hana aftur í hausinn, útkrassaða). Hún er 39 blaðsíður. Tilvitnun dagsins: „Ertu að skrifa bókina? Nei, ætli ég bíði ekki eftir myndinni.“ -Úr Draumalandi Andra Snæs.

Forboðna dótabúðin 2

Þegar ég var lítill var starfrækt leikfangaverslun hér á Laugarnesveginum, í sama húsi og kaupmaðurinn í Laugarneskjöri var. Oftastnær var verslun þessi lokuð og fór ýmsum sögum af ástæðu þess. Sú skýring sem vinsælust var meðal okkar krakkanna var sú að verslunareigandinn væri í raun glæpon og verslunin væri aðeins skálkaskjól fyrir myrkraverk hans og […]

Gærkvöldið – Draumalandið 2

Fór upp í Borgarleikhús í gær að hlýða á Andra Snæ og keypti þar nýju bókina hans, Draumalandið. Byrjaði á henni strax í gær, lofar góðu! Í leikhúsinu sá ég bæði Mörð og Valgarð en þeir eru víst ekkert skildir. Erindið sem Andri flutti var dúndurflott sem væntingar stóðu til, en við Kári og Emil […]

Vorjafndægur 0

Á sömu blaðsíðu Fréttablaðsins í dag og Jón Baldvin segist ætla að láta pólitíska endurkoma sína ráðast af eftirspurn, segir Ólafur Ragnar að búa þurfi öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Það er fyndið. Í dag eru vorjafndægur. Á slíkum degi er gott að taka strætó niður í Grófarhús til að ítreka umsókn sína til Borgarbókasafnsins en komast […]