Það er óþolandi að hafa vitleysu eftir menntuðum málfarsfasistum, sér í lagi þegar hin meinta villa er eldri en það sem þeir töldu rétt. Hvers eigum vér ómenntaðir eiginlega að gjalda? Ómenntað fólk á nefnilega þann vanda til að hlusta á fasista. Kári Páll Óskarsson er spes náungi. Svo spes raunar að ég ákvað að […]
Categories: Íslenska
- Published:
- 20. mars, 2006 – 09:21
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Er í bókina Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir meistara Andra Snæ Magnason (óútkomin), birt með leyfi. Hana má finna hér. Hve ég á erfitt um biðina eftir þessari bók, hve. Á mánudagskvöldið klukkan 21:30 munum við Emil Hjörvar Petersen og Kári Páll Óskarsson lesa upp úr verkum okkar ástamt fleirum á Café Babalú, Skólavörðustíg […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Eigin verk
- Published:
- 19. mars, 2006 – 01:04
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Sumarið er komið í mig (kannski einum of snemma) en einnig þónokkur þreyta. Engu að síður stend ég fílefldur frammi fyrir ýmsum verkefnum, þó ekki þeim sem tengjast skóla eða vinnu. Ég finn mig fullfæran um að hespa af ritgerðina mína á staðnum en ég hreinlega nenni því ekki. Það var leiðinlegt í vinnunni í […]
Categories: Eigin verk,Hugleiðingar
- Published:
- 18. mars, 2006 – 20:40
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Allt gengur eitthvað svo frábærlega þótt ekkert sé fullkomið. Ég er springandisk úr hugmyndum, skáldferillinn hefur tekið vaxtarkipp án verkja, ég hef endurheimt stjórn á náminu, ég er þvísemnæst kominn með vinnu á Borgarbókasafninu, upplestur í uppsiglingu, starfslok á vinnustað dauðans væntanleg innan sex vikna og, best af öllu, senn kemur vorið. Aukinheldur tekur nú […]
Categories: Eigin verk,Hugleiðingar
- Published:
- 17. mars, 2006 – 14:23
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
„… Það hafi þó orðið ofan á að Bandaríkjaforseti hafi fallist á tillögu Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fastri viðveru orrustuþotna Bandaríkjahers hér á landi verði hætt og að breyttar aðstæður og álag á Bandaríkjaher í öðrum heimshlutum hafi valdið mestu þar um.“ -Tekið úr Morgunblaðinu. Já, herra Bandaríkjaforseti, yður verður sérlega mikill liðsauki í […]
Categories: Pólitík
- Published:
- 16. mars, 2006 – 15:42
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Til er kvikmynd sem heitir Meeting People is Easy frá árinu 1998 og fjallar um tónleikaferðalag Radiohead 1997-1998 í kjölfar útgáfu plötunnar OK Computer. Í myndinni má meðal annars heyra eftirfarandi lög: How to Disappear Completely (af Kid A 2000), Life in a Glass House (af Amnesiac 2001), I Will (af Hail to the Thief […]
Categories: Hugleiðingar,Tónlist
- Published:
- 15. mars, 2006 – 18:19
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það má kannski alveg segja það: Ég stefni að útgáfu ljóðabókar í sumar eða haust. Það er allt þvísemnæst smollið saman. Meira að segja búinn að fá manneskju til að myndskreyta kápuna.
Categories: Eigin verk
- Published:
- 15. mars, 2006 – 17:27
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Finnst mér fyndið að hafa elt heimildir gegnum tæplega tvöhundruð ára sögu aðeins til rekast á botnlanga við endann og hafa þurft að þræða mig alla leið til baka og halda áfram í aðra átt? Nei, ekkert átakanlega. Nú er ég kominn að Erasmusi frá Rotterdam (1469-1517). Ef Lúther má ekki leiða útfrá honum er […]
Categories: Hugleiðingar,Trú
- Published:
- 14. mars, 2006 – 15:51
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Fyrirspurnir krefjast leiðréttinga: Nei, ég felli ekki hug minn til sætu bakarísstelpunnar. Fallegt afgreiðslufólk er konsept sem út af fyrir sig gæti verið áhugavert að skoða á huglægan, frumspekilegan máta, en heimilar ekki mikið persónulegra návígi en „góðan daginn“, ellegar gætu menn orðið fyrir þvílíkum medúsuhrifum að þeir breytist í stein. Hvur veit nema þaðan […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 13. mars, 2006 – 21:40
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ef kisan mín lærir ekki bráðum að henni ber að halda aftur af mjálmi sínu neyðist ég til að skriðtækla hana. Áðan naut ég þjónustu sætu bakarísstelpunnar. Englar, grípið mig, ég ætla aldrei að þvo debetkortið mitt aftur! Öhm …
Categories: Uncategorized
- Published:
- 13. mars, 2006 – 08:28
- Author:
- By Arngrímur Vídalín