Monthly Archives: mars 2006

Dagurinn í dag 2

Dagurinn í dag markar tímamót á skáldferli mínum. Ekki meira um það í bili. Eftir ánægjulegan fund er snertir ofangreint fór ég á Túskildingsóperuna með henni móður. Þar er varpað fram spurningunni hvor sé hinn eiginlegi skálkur, klassíski krimminn eða sá sem græðir á óförum annarra. Afar gott leikrit. Ólafur Egill fór á kostum sem […]

Grímuball 5

Hér má sjá mig í grímubúningi.

Glitnir 2

Þegar ég var í Jyväskylä núna í október rak ég augun í Glitnisskilti við stigagang að skrifstofuhúsnæði. Dyrnar voru læstar og þegar ég kannaði dyrabjöllurnar sá ég engin ummerki þess að Glitnir hefði nokkru sinni starfað í húsinu, önnur en skiltið. Mikið hafa þeir verið fljótir að pakka saman. Þegar ég var þar síðast fyrir […]

Kynleg löngun 0

Ég vildi að ég væri kominn aftur til Finnlands. Ég veit ekki hvað veldur þessari löngun, en hún er til staðar. Hún má teljast skrýtin í því ljósi að mér leið afar illa í Finnlandi. En það var auðvitað ekki landinu sjálfu að kenna. Mér gengur ekkert að skrifa. Ég er allur í morgundeginum og […]

0

Grímuball aldarinnar – fokköpp aldarinnar 1

Grímuball aldarinnar í uppsiglingu, ég kominn í múnderinguna: Smókingbuxur, hvít skyrta, svört slaufa, grátt vesti, kjólfatajakki, vasabrot, svört gríma. Það verður vonandi gaman. Lenti í undarlegri uppákomu í vinnunni áðan. Ung stúlka, sýnilega hreyfihömluð, bað um aðstoð. Þegar ég svo kom á hvíta fákinum (IKEA© standard) virtist hún ekki geta stunið upp úr sér hvað […]

Dagsins 3

Lag dagsins: Talk Show Host með Radiohead (má sækja hér á mp3, 3.92 mb). Lagið var aldrei á neinni plötu með hljómsveitinni, það var, líkt og Exit Music, samið fyrir kvikmyndina Romeo and Juliet, en ólíkt Exit Music kom það aðeins á plötunni með tónlistinni úr myndinni. Allir að sækja, skylduhlustun. Spurning dagsins: Af hverju […]

Slitur úr daglega lífinu 9

Meðal síðustu verka minna í félagsstarfi skólans: 1. Að koma á mannsæmandi jafnréttisáætlun sem krefst þátttöku nemenda. 2. Að leggja fram lagabreytingatillögu á lögum skólafélagsins er snúa að listafélaginu. Það skal leggja mesta áherslu á listir. 3. Að leggja fram lagabreytingatillögu á lögum skólafélagsins er viðvíkja hverjir samþykkja lagabreytingatillögur. Það skal vera í höndum nemenda, […]

Ritgerðin 3

Það sem klárað er: Forsíða, þrír kaflar, heimildaskrá. Heildarlengd nítján blaðsíður. Það sem vantar: Einn kafli, fimm til sex blaðsíður, niðurstaða, geri ráð fyrir tveimur blaðsíðum, inngangur, ein og hálf til tvær blaðsíður, viðauki um allt það sem ég hefði viljað ítarlegra, þrjár til fjórar blaðsíður. Ráðgerð heildarlengd kjörsviðsritgerðar er samkvæmt því þrjátíu og hálf […]

Hughreysting skyggna mannsins 0

„O, I am fortune’s fool!“ Við vitum hvernig þér líður, Rómeó, þú táningur, þú ástarglópur og morðingi frænda unnustu þinnar. Líttu þó á björtu hliðarnar því hlutirnir gætu verið verri. Unnusta þín gæti tekið upp á því að byrla sér ólyfjan í von um að þú komir og nemir hana meðvitundarlausa á brott, í stað […]