Næstsíðasti dagurinn

Næstsíðasti vinnudagurinn liðinn og enn hef ég ekkert prakkarastrikast, eins og menn kalla það. Augljóslega er aldurinn að færast yfir mig, fyrst mér kemur ekki til hugar að stelast út í sígó (harðbannað), vera of lengi í kaffi, láta mig hverfa tímunum saman (eins og sumir) eða vera með tilgangslaus uppsteit við yfirvaldið (aftur, eins og sumir).

Síðasti dagurinn á morgun. Ég ætla að taka kollhnís í borðstofudeildinni.

Skyndilega er ég sneisafullur af hugmyndum. Er með grunnhugmyndina að nokkrum bókum til að skrifa í höfðinu. Hinsvegar lætur andagiftin eitthvað á sér standa, svo allt er drasl sem ég skrifa þessa dagana. Það vonandi kemur þegar ég eignast mína eigin tölvu og kem skipulagi á öll skjölin mín. Hef ekki átt slíkt í tæp tvö ár.