Monthly Archives: apríl 2006

Spölkornið hinsta 0

Kominn heim úr skólanum, hvar ég sat frá níu til hálftvö að klára verkefni í leiðindafagi (nema kannski fyrir umhverfis- og skipulagsnerði). Einu risaverkefni í öðru fagi öllu skemmtilegra skila ég milli prófa. Svona er maður nú sniðugur. Ég hef tryggt mér annríki og geðveiki í miðjum rólegasta prófalestri skólagöngu minnar. Svo er það lestur […]

Af núverandi íslenskunámi og verðandi 11

Hefst þá óformlega lestur fyrir íslenskuprófið. Á erfitt með að einbeita mér samt, er svo mikið að spá í næsta vetur. Til dæmis þessi hugmynd að fagavali fyrstu annar: 05.40.00 Aðferðir og vinnubrögð 05.40.01 Inngangur að málfræði 05.40.03 Íslensk hljóðfræði og hljóðkerfisfræði 05.40.04 Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði 05.40.06 Íslensk setningafræði og merkingarfræði Ætli þetta sé […]

Þriðja færslan 2

Ég trúi ekki á stjörnuspár. Samt er ég áskrifandi gegnum tölvupóst og les hana reglulega. Og alltaf kemur það eins illa við kaunin á mér þegar stjörnuspáin mín virðist óþarflega viðeigandi. Eins og í dag, þá smellpassar hún, þar stendur orðrétt nokkuð sem ég hef verið að brjóta heilann um síðustu vikurnar. Þannig geta stjörnuspár […]

Dagskráin í dag 0

Þá hef ég heimt hattinn minn úr helju (Hópferðamiðstöðinni). Ég nefnilega gleymdi honum í rútunni á föstudaginn. Þurfti að lemja hann dálítið til en það sér ekkert á honum, sem betur fer. Voða viðkunnanlegur bílstjórinn líka, ekkert að pirra sig á svona skussa. Svo er það atvinnuviðtal hjá Borgarbókasafninu á eftir. Það er ekki laust […]

Vorsnævi 0

Ég veit ég hef mikið talað um snjó í apríl en það sem blasir við núna jaðrar við hið fáránlega. Það hefur held ég ekki verið svona mikill snjór hérna í allan vetur. Vegna þessa hef ég verið í alveg skínandi skapi frá því ég vaknaði. Veit þó ekki af hverju. Ég keyrði mömmu í […]

Vinna – keppni 0

Tók að mér að vinna aukalega í dag. Þegar þangað var komið datt mér í hug að kíkja á vaktaplanið, sjá hvern ég væri að leysa af. Það reyndist vera skólabróðir minn. Við hliðina á nafni hans stóð „í prófum“. Fannst það segja dálítið um mig að líklega er ég einn um að hafa ekki […]

Dimissio 9

Jesús minn almáttugur hvað ég hef verið skrautlegur í gær. Skilst ég hafi gert mikla lukku þegar faðir minn dró mig á sneplunum gegnum IKEA til að kaupa eitthvað. Minnist þess ekki að hafa tekið rútuna til Hveragerðis, veit samt að hvernig sem við fórum að því vorum við Bjössi samferða niður í skóla til […]

Ljóðgreiningarkeppnin 2

Ljóðgreiningarkeppninni lýkur formlega á laugardaginn klukkan þrjú. Þá verður höfundarætlun tilkynnt. Vonast til að sem flestir spreyti sig þangað til og sem oftast.

Lokaspretturinn 6

Ég hef ekkert gert í dag utan að skrifa grein á Múrinn. Samt á ég eftir að skila sex einnar blaðsíðu verkefnum, þriggja blaðsíðna ritgerð, heimaprófi í listasögu (það er sko ekkert djók) og læra undir listasögupróf sem ég þarf að sannfæra Brynju Vals um að leyfa mér að taka. Hún setti það skilyrði að […]

Rómantík hins daglega lífs 6

Grein dagsins á Hugsandi er eftir mig. Svo sá ég þetta. Þið megið búast við mér froðufellandi af bræði á Múrnum innan skamms. Uppfært kl. 16:03 Múrgreinin komin inn.