Leigujörð

Jörðin, að mér skilst, mun vera kringum 520.000.000.000 m2 að flatarmáli. Ef við deilum heiminum niður í 50 m2 svæði og miðum við 75.000 króna leigu á mánuði fyrir hvert þeirra svæða, þá kostar um 780.000.000.000.000 krónur á mánuði að leigja jörðina.
Útreikningar miðast við íbúð Þórunnar Ólafsdóttur í Þingholtunum.

2 thoughts on “Leigujörð”

  1. Hér er maðkur. Ísland er um 103.000 km² (ef ég man landafræðina rétt), og það eru 103.000.000.000 m² (ef ég man stærðfræðina rétt). Jörðin er þá rétt ríflega fimm Íslönd að stærð og FL Group er að spila með okkur. Þetta hefur mig líka lengi grunað.
    Flatarmál kúlu er 4·π·r² (ætli þessir stafir virki?) og Jörðin er u.þ.b. kúla með r = 6400 km eða þar um bil. Í flatarmálstöluna þína hefur þá sennilega vantað þrjú núll, Ísland þekur einn fimmþúsundasta af hnettinum, og leigan er kr. 780.000.000.000.000.000.—
    Eða í skiljanlegra samhengi: 156 milljarðar af fimmmilljónkróna jeppum. Sko, á mánuði.

Lokað er á athugasemdir.