Gleði! Gleði!

Bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Það er ég.

17 thoughts on "Gleði! Gleði!"

 1. Björn skrifar:

  Til hamingju.

 2. Óli Gneisti skrifar:

  Til hamingju. Hvar verðurðu?

 3. Harpa J skrifar:

  Gratulerar.

 4. Einar J skrifar:

  Til hamingju. Þetta er ábyggilega þægilegt innidjobb með skemmtilegu starfsfólki og í mannbætandi umhverfi.

 5. silja skrifar:

  glæsilegt…til hammó!

 6. Ásgeir skrifar:

  Til hamingju með það. Á hvaða safni ertu?

 7. Þorkell skrifar:

  Það er ekkert annað!

 8. Þakka ykkur öllum. Ég veit ekki enn á hvaða safni ég verð, það á eftir að koma í ljós, en ég hef störf 1. júní. Ég hef óskað mér þessa í þrjú ár. IKEA átti að vera millilending frá atvinnuleysi til skamms tíma en ég endaði á að vinna þar í 27 mánuði. En nú hef ég sumsé fengið draumastarfið. Það er ekki alltaf að maður er svo heppinn.

 9. Kári skrifar:

  Góður! Þér verður væntanlega róterað eitthvað á milli safna.
  Ps. ef þú sektar mig þá drep ég þig

 10. Hjördís skrifar:

  Íslendingar skulda um 20 milljónir í bókasafnssektir og bráðum á að fá intrum í málið.. Bara smá fróðleikur sem ég heyrði útundan mér um daginn :þ Það sem ég vildi sagt hafa er til hamingju með þetta! Þetta á vel við þig. Ég vona að þú komir á mitt safn, þá læt ég kannski loks verða af því að fá mér skírteini og hætti að nota litlu systur!

 11. Hehe, þakkir!
  Jamm, það var mjög sniðugt hjá þeim að senda út tvær fréttatilkynningar sama dag: Intrum komnir í málið, sektarlausir dagar alla næstu viku. Einhvern helling fengu þau af bókum til baka fyrir vikið.
  Ef ég verð settur upp í Grafarvog neyðist ég þó líklega til að flytja til pabba. Veit ekki með hvaða krókaleiðum ég kæmi mér þangað strætófarandisk. En það væri gaman að hafa þig að fastagesti. Verði ég settur eitthvert annað krefst ég þess samt að fá reglulegar heimsóknir! 🙂
  Ps. Kári, ef þú drepur mig þá sekta ég þig.

 12. Hjördís skrifar:

  Þín vegna vona ég að þú fáir að vera á meira sjarmerandi stað en í kjallara Grafarvogskirkju. Það er samt afskaplega huggulegur staður þegar maður fer að þekkj’ann. En mikið skal lesið í sumar og þegar ég hef lokið við mitt eigið safn, sem er ósnert að stórum hluta, kem ég til þín! 🙂

 13. Þokkalega, enda verð ég þá þegar orðinn víðfrægur sem mestur íslenskra bókavarða í seinni tíð.
  Kannast annars við þessi bókafjöll sem hrannast upp, kaupi að meðaltali fimm bækur á mánuði en les í besta falli tvær. Þess vegna fer ég, skömm frá að segja, aldrei á bókasöfn. Nema veri það í heimildaleit vegna ritgerða.

 14. Daníel skrifar:

  Til hamingju Arngrímur minn. Þetta hentar þér svo sannarlega vel.
  Vegni þér vel í þessu starfi

 15. Lárus Gauti skrifar:

  Til hamingju!

 16. Þakkir, þakkir! Ég vænti þess að ykkar fyrsta verk í sumar verði að fá ykkur bókasafnskort.

 17. Alliat skrifar:

  Til hammó! 😀
  -Á svona kort nú þegar. 😉

Lokað er á athugasemdir.