Ábyrgðarleysi II

Já, maður er svona hress. Ég má teljast heppinn með spurningar á prófinu. Mjög svo. Miðað við svefn og blaðsíður lesnar það er. Senn fer ég að sofa áður svefnleysi undangengið verður mér að aldurtila.

Ég hnýtti dulítið í Garðar Gíslason í gær. Til að vera sanngjarn vil ég koma á framfæri skemmtilegri tilvitnun í sama mann:

„Það þarf til dæmis ekki að kalla ásókn meindýra vanda. Ef andlit þitt væri skoðað í smásjá núna kæmi í ljós ríkulegt úrval af ógeðslegum skepnum sem væru að éta sig í gegnum dauðar húðfrumur.“

Aftur:

„… sumir trúarhópar [hafna] læknismeðferð af því að þeir telja að Satan sé valdur að sjúkdómum sem guð einn geti læknað.“

Dásamlegt. Hvers vegna skyldi hann annars skrifa Satan með stóru en Guð með litlu? Nú hef ég það fyrir reglu að skrifa Guð með stóru þegar átt er við þann eina, sem Satan er í ófrjávíkjanlegum tengslum við, en guð með litlu þegar átt er við almenna konseptið guð.

3 thoughts on “Ábyrgðarleysi II”

  1. ætli þetta sé sá Garðar Gíslason sem kenndi mér félagsfræði í FG í gamladaga? Reyndar mjög hress og skemmtilegur náungi ef svo er.

  2. Það er pottþétt hann. Hann er þekktur félagsfræðingur, skrifaði bækurnar Félagsfræði I og II fyrir félagsfræði á framhaldsskólastigi og þýddi svo þriðju bókina, sem klausur þessarar færslu eru teknar úr.
    Ég veit ekki hvernig hann lítur út, en samkvæmt Google virðist þetta vera hann.

Lokað er á athugasemdir.