Daily Archives: 11. maí, 2006

Sjoppuferð í Grafarholti fyrir hálftíma 15

Eftirfarandi frásögn er eins nálægt raunveruleikanum og ég kæri mig um. Nógu nálægt, semsagt: Ég: Gott kvöld. Afgreiðslusprund: Góða kvöldið. Ég: Ég ætla að fá ostborgara og franskar. Sprundið: Svona númer tvö þá? [bendir á upplýst skilti – 750 krónur fyrir ostborgara, franskar, kokteilsósu og kók] Ég: Er það eitthvað ódýrara ef ég sleppi kókinu […]

Textabrot dagsins 9

„Nú vaknar þú allt virðist vera breytt ég gægist út en ég sé ekki neitt.“ -úr Glósóla, eftir SigurRós.

Brot úr degi 0

Það er ekki amalegt að vakna og uppgötva plastbrot í fætinum. Ekki veit ég hvernig það komst þangað. Ekki veit ég heldur hvað verður af smábrotunum sem urðu eftir þegar ég beitti flísatönginni of harkalega. Kannski færast brotin smám saman inn að miðju fótar og gleymast þar eins og rusl undir gömlum jarðlögum.