Þarf nokkurs meira við?

Þau á Egginni duttu niður á nokkuð hér.

„… the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that.“

„15 dollarar fyrir megawatt-stund eru um það bil 1 króna fyrir kílówattstundina, eða, til samanburðar, um áttundi hluti af því sem íslensk heimili borga.“

Mér sýnist að einhver sé heimaskítsmát. Maður skyldi spyrja sig hvort þær 30 terawattstundir sem falboðnar eru til stóriðju í nafni Íslendinga eigi að fara á sama verði! Hver einasta lækjarspræna á landinu, sem þarf til að ná þeirri orkuframleiðslu, virkjuð fyrir krónu á kílówattstund. Ansi gæfulegur bisness. Alcoa eyddi svo fréttinni, líkt og umhverfisráðuneytið breytti ávarpi ráðherra á orkuþingi eftir á (sjá Draumalandið e. Andra Snæ Magnason). Hér má finna afrit af fréttinni sem Alcoa eyddi og vitnað er til á Egginni.

Ekki láta þetta viðgangast. Bregðist við, fyrst hér, svo hér og hér. Við erum ekki að fá borgað fyrir stóriðjuna, við erum nánast að borga með henni! Og hvað verður svo um hálendi Íslands? Hvað verður hér eiginlega eftir? Bregðist við, þetta skiptir máli.

8 thoughts on “Þarf nokkurs meira við?”

  1. …það er alveg rétt hjá þér, og eins og kemur fram í skýrslu Náttúruverndarstofnunar frá 2001, er virkjunin dæmd til að skila tapi, sama hvernig möndlað er með tölfræðilegu og efnahagslegu forsendurnar.
    Mér finnst bara mikilvægt að við sem erum á móti virkjuninni látum ekki standa okkur að því að stara eins og naut á nývirki og hoppa upp og niður þegar rætt er um ágætlega þekkta stærðargráðu verðs á íslensku rafmagni til stóriðju.

  2. Já, það er alveg rétt hjá þér. Og verðið kom svosum ekkert á óvart þannig lagað. Mér fannst samt vissara að bera það út, leyfa fólki að sjá hvað þeir borga fyrir orkuna. Því eins og sést á færslunni hafði ég ekki heyrt töluna áður sjálfur.

  3. Við fáum nú eitthvað í staðinn. Atvinnu og svo er tekinn tröllaskatturinn af þessu eins og öllu öðru. 😉
    Ekki það að ég sé þessu fylgjandi… ef menn vilja reisa álver hérlendis, þá eiga þeir að gera það í garðinum sínum á sínum eigin frítíma.

  4. Álver veita takmarkaða atvinnu. Auk þess eru aðrir möguleikar á atvinnusköpun nær óendanlega margir, svo ég fæ ekki séð hvers vegna ætti álver að vera einhver lausn. Fyrir utan svo það að áliðnaðurinn er orkufrekasti og mest mengandi iðnaður sem til er, sér í lagi súrálsverksmiðjur, sem framleiða jafn mikið af eitraðri drullu (sem þarf að losa) eins og þær framleiða af súráli. Ég endurtek, gæfulegur bisness.

  5. þetta eru kanski ekki mörg störf með tilliti til fjölda landsmanna, en þetta eru þónokkur störf fyrir bæjarfélögin á næstu grösum (á meða grös enn spretta).
    En eins og ég sagði áðan, þá er ég þessu ekki fylgjandi og þú mátt sprengja þessi álver mín vegna. 😉

  6. Eins og ég segi, það er svo margt annað sem kemur til greina en að reisa álver. Til lengri tíma litið kemur álver ekki til með að gera neitt fyrir bæjarfélög en að skaða þau. Á líka að gera ráð fyrir því að allir atvinnuþurfi séu ómenntaðir? Ég get varla ímyndað mér annað en flytja þurfi inn vinnuafl til að fylla í þau störf sem þarna munu myndast. Nema Kárahnjúkavirkjun sé óraunhæft dæmi til samanburðar, hvað viðvíkur atvinnusköpun á austurlandi.

Lokað er á athugasemdir.