Við Reynisvatn

Í morgun, á þessum fallega en mishlýja degi, fór ég með Bókabílnum upp í nýrri hluta Grafarvogs og Grafarholt. Útsýni að norðan yfir Reynisvatn er afar fallegt, en úr hinni áttinni blasa við ljótir bráðabirgðaskúrar Ingunnarskóla auk heldur ókræsilegra fjölbýlishúsa. Þá gildir, á góðum morgni sem þeim, að horfa aðeins í aðra áttina. Og láta sig dreyma.

3 thoughts on “Við Reynisvatn”

  1. Suðið í bílunum er samt alltaf í eyrunum á manni þó maður líti í hina áttina. Það er bömmer.
    Ég bíð eftir því að Elliðaárdalnum verði rústað líka. Hann er alveg sérstaklega fallegur á sumrin.
    Af hverju fer bókabíllinn bara ekki þangað?

  2. Enginn niður við Reynisvatn. Get því miður ekki sagt það sama um Elliðaárdalinn. Mér finnst stemningin þar svipuð og á umferðareyju, óháð fegurð staðarins.

Lokað er á athugasemdir.