Monthly Archives: júní 2006

Air 2

Ég er búinn að vera að smekkfylla tölvuna mína af tónlist, Dýrin í Hálsaskógi komin inn, þvílík snilld. En lög dagsins eru tvö að þessu sinni, La Femme d’Argent (silfurgellan) og De Voyage de Penelope, með Air, af plötunni Moon Safari, sem jafnframt er plata dagsins. Á þeirri plötu er lag sem ég hef alltaf […]

Konungur dýranna 8

Í gærkvöldi sleikti slanga á mér hálsinn eftir að hafa ferðast vítt og breitt um kropp mér og ég tók mér rottu í hönd, aðeins til að leggja hana frá mér aftur eftir að ég hafði strokið henni lítið eitt. Menn mega búa sér til allar mögulegar og ómögulegar merkingar úr þessu ef þeir vilja, […]

Ótemjan 0

Senn skríður nykurinn upp úr Kumburtjörn. Ég finn það í hófunum. Miðvikudagskvöldið nálgast.

Vilt þig endurnýjaði bókum? 0

Sv0 það sé alveg á hreinu, þá er það ekki hluti af starfi bókavarðarins að endurnýja bókum þegar fólk fer erlendis. Það virðast fáir gera sér grein fyrir því að bókavörðurinn vinnur eftir ákveðnum föllum og kommon sensi.

Við Reynisvatn 3

Í morgun, á þessum fallega en mishlýja degi, fór ég með Bókabílnum upp í nýrri hluta Grafarvogs og Grafarholt. Útsýni að norðan yfir Reynisvatn er afar fallegt, en úr hinni áttinni blasa við ljótir bráðabirgðaskúrar Ingunnarskóla auk heldur ókræsilegra fjölbýlishúsa. Þá gildir, á góðum morgni sem þeim, að horfa aðeins í aðra áttina. Og láta […]

Nægur tími 0

Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur ákveðið að hætta framleiðslu á tónlistarþættinum Top of the Pops eftir 42 ár. -Mbl.is Nú jæa, þá hef ég altént 42 ár til að horfa á það eðla prógram.

Siðfræði – sjálfshjálp 0

Mér fannst alltaf mjög táknrænt fyrsta daginn minn hér á safninu þegar ég var látinn fjarlægja bækur um siðfræði til að rúma fyrir sjálfshjálparbókum – og það í sjálfri Kringlunni. Ótvírætt tákn tímanna, því þá var raðað eftir vinsældum. Ég var minntur á þetta áðan við uppröðun þegar ég rak augun í rekkann „Siðfræði – […]

Í hillu 2 2

Hvernig stendur á því að karlar hlusta aldrei og konur geta ekki bakkað í stæði: Munurinn á kynjunum og hvað er til ráða eftir Allan og Barböru Pease. Er vandamálið kannski ekki síst fólgið í því að misvitrir einstaklingar halda fram þessum mun og skrifa um hann bækur? Nema kannski séu þeir bestir í að […]

Fokkíng veðrið 0

Ef þetta gráa veður helst mikið lengur verð ég vitlaus. Snælduhoppandigargandi vitlaus. Það hefur ekki sést annað í meira en tvær vikur!

Í Árbæjarsafni 7

Fór með Alla á Árbæjarsafnið í gær, í fyrsta skipti í tæp sextán ár. Hittum Hjördísi og Kristínu Láru í miðasölunni. Hjördís var langflottust í upphlutnum, finnst hún ætti að fá sér sinn eigin til að vera í á tyllidögum. Það fyrsta sem bar fyrir augu þegar inn var komið var hópur fólks að stíga […]