Þjóðastoltið

Aux armes, citoyens,
Formez vos bataillons,
Marchons, marchons!
Qu’un sang impur
Abreuve nos sillons!

Mikið rétt, ég er að sækja mér þjóðsöngva af internetinu í massavís. La Marseillaise, Gimn Sovetskovo Soyuza, Fratelli d’Italia, Deutschland über alles, já og Lofsönginn. Í kvöld sit ég því heima með sverð mitt og fána, lofandi allra þjóða mikilfengleik á sama tíma. Raunar hljómar þýski kórinn líkt og hann innihaldi lítið annað en Pokémon-dýr. Greinilegt að mig vantar aðra útgáfu.
Síðustu tvær línurnar í erindi La Marseillaise hér að ofan vil ég tileinka Zizou, sem söng ekki með liðsmönnum sínum í upphafi leiks, en þess í stað gerði orðin að sínum eigin undir lok hans. Ég, aftur á móti, ég lýk kvöldinu á Nallanum.