Svefnleysi og Bogart

Aldeilis fór Kisa illa með mig í nótt, hélt mér vakandi til tæplega sjö í morgun. Alltaf í þann mund að ég var að fara að sofna, þá hafði hún skyndilega margs konar aðkallandi þarfir. Loks hafði ég leyst úr þeim öllum og gafst færi á að sofna. Svo gerist það klukkan hálfníu að ég hrekk upp við að kattarskömmin er að gera þarfir sínar á vinnutöskuna mína (sem betur fór ekki tölvutöskuna, sem verður vinnutaskan mín héðan af). Ég snarhentist upp úr rúminu, greip köttinn í heilagri reiði og grýtti skepnunni út úr herberginu, en þó ekki án sára. Hún hafði með sér stóreflis stykki úr hönd minni og háði það mér nokkuð við störf í dag. Er kominn á þriðju grisju. Mín mistök samt, ég læsti nefnilega herberginu í nótt svo kötturinn ylli engum usla frammi á gangi.

Til vinnu mætti ég ósofinn og lamur eins og eftir þriggja daga götuslagsmál við einhvurja ekkisens ólátabelgi. Tók þó fljótt gleði mína aftur er ég sló upp Bogart-myndum í draugamyndinni af Gegni (hann liggur niðri þar til á mánudag). Viti menn, þar fann ég þrjár myndir á safninu, tvær af hverjum ég hef hvorki séð né heyrt af (Dark Passage og They Drive by Night), þriðju af hverjum ég hef aðeins séð hálfa (To Have and Have Not). Á þetta verður horft. Núna rétt strax. Svo fer í hönd einkunnagjöf í bógörtum, frá einum og upp í fimm. En svo lesendur hafi nokkurn samanburð hyggst ég fyrst rumpa af því gustukaverki að meta þær myndir sem ég hef þegar séð, í stafrófsröð, eftir minni, enda mislangt síðan ég sá þær:

The African Queen:
BogartBogartBogartBogart

The Big Sleep:
BogartBogartBogartBogartBogart

The Caine Mutiny:
BogartBogartBogartBogart

Casablanca:
BogartBogartBogartBogartBogart

The Maltese Falcon:
BogartBogartBogartBogartBogart

Sabrina:
BogartBogartBogartBogartBogart

Sahara:
BogartBogartBogart

The Treasure of the Sierra Madre:
BogartBogartBogartBogartBogart