Í útlegð á Íslandi

Eftir sex daga flyt ég með pabba á Öldugötu í Vesturbænum, þar sem ég kem til með að búa í eitt ár. Þaðan er stuttur spölur í Háskólann, hvar ég mun nema íslensk fræði. Ég tek mér námslán því launin mín ein og sér duga ekki. Námslánin duga heldur ekki ein og sér svo ég þarf að vinna, en það er óvíst hvort ég fái vinnu áfram hér á safninu, þótt mér sé tjáð að möguleikar mínir séu góðir.

MartiniqueÞrátt fyrir allar yfirvofandi breytingar finnst mér ég ekki hafa til neins að hlakka. Ég hlakka ekkert til námsins eða neins annars sem bíður mín hér. Helst langar mig til að yfirgefa þetta land án fullvissu um hvort og þá hvenær ég snúi aftur, berast með vindinum og svo framvegis. Fjandans ævintýraþráin stigmagnast bara í hitanum og sólinni, sem loksins kom „fashionably late“. Ég get þó í það minnsta sötrað rauðvín í sólinni og ímyndað mér að ég liggi á þilfari skonnortu úti á Karíbahafi á leið til Martinique. Þar til ég opna augun í öllu falli.