Monthly Archives: júlí 2006

Svaðilför til Melrakkasléttu 0

Verðandi helstu spekingar ins háa skóla siðmenningarmegin við Öskjuhlíð hittust á Prikinu fyrr í kvöld og drakk annar þeirra kaffi og reykti meðan hinn slafraði í sig samloku í von um að komast með því skrefi nær guðdómnum. Að þeim andlegu veigum örugglega fyrir komið í meltingarfærum snillinganna örkuðu þeir borginmannlegir niður Bankastrætið í ævintýraleit, […]

Í útlegð á Íslandi 10

Eftir sex daga flyt ég með pabba á Öldugötu í Vesturbænum, þar sem ég kem til með að búa í eitt ár. Þaðan er stuttur spölur í Háskólann, hvar ég mun nema íslensk fræði. Ég tek mér námslán því launin mín ein og sér duga ekki. Námslánin duga heldur ekki ein og sér svo ég […]

Kaffitími í Kringlusafni 4

H: Æ, hvað það var gott að komast í svona nudd. Þeir eru svo miklir fagmenn, vita allt hvaðeina hvernig skal bera sig að. S: Já, ég fór í ægilega fínt nudd í Tyrklandi, vissi varla hvurt ég var að koma eða fara! M: Tyrkneskt nudd, hvernig er það, er þá kannski gengið á manni? […]

They Drive By Night 0

Ágæt mynd, Bogart líklega aðeins ári frá því að verða stórstjarna, er þess vegna í aukahlutverki. Myndin versnar dálítið eftir miðju, og af hreinni tilviljun virðist það haldast í hendur við mikla fjarveru Bogart í þeim hluta myndarinnar. George Raft er ágætur í aðalhlutverki, en líklega hefði Bogie verið betri. Niðurstaða, þrír og hálfur bógart:

Dauðinn 3

Dauðinn er afar stór hluti af lífi hvers og eins, eins og sæist þó ekki nema væri litið til þess vægis sem hinstu orð hafa jafnan þótt hafa, og enda hefur sérhver maður afar ríka tilhneigingu til að deyja einhvern tíma á lífsleiðinni. Þannig má rökstyðja að nábjargir og niðurholun heyri í raun til samfélagslegrar […]

Telephone Call From Istanbul 1

Er lag dagsins, af því ég fékk svoleiðis um daginn. Lagið er eftir Tom Waits. Kaninkan hefur legið niðri nú í nokkra daga, en ég hef hvort eð ekki haft mikið að segja. Kannski það helst að ég klára þetta tímabil í pólitíkinni en hætti svo í báðum stjórnum. Þarmeð gef ég ekki kost á […]

Ævintýri – flótti 0

Í gærkvöldi réði ævintýraþráin för er við Alli stungum af úr bænum og keyrðum um landsbyggðina, frá klukkan sex til miðnættis. Það hefði ekki skipt neinu máli hvaða stefnu hann hefði ákveðið að taka, hvert á land sem duttlungar bílstjórans hefðu borið hann, ég hefði farið með honum án þess að mótmæla, hvort heldur sem […]

Bókavörður í háska 4

Í morgun sást til bókavarðar hjálpa lánþega á besta aldri að opna dyrnar að salernisaðstöðu Borgarbókasafnsins í Kringlunni. Lánþegi var eins og kúkur í framan að fenginni aðstoð, og meðan hann gekk örna sinna beið bókavörður átekta nærri átakasvæði, ef ske kynni að lánþegi kynni ekki heldur að skeina sér. Þá list hafði lánþegi þegar […]

„Dark Passage“ og „To Have and Have Not“ 0

Dark Passage: Plús einn bógart fyrir óvenju frumlega en samt einfaldari nálgun á viðfangsefnið fyrri part myndar. Mínus einn bógart fyrir undarlegan flótta frá plottinu undir lokin. Plús einn bógart fyrir að hafa Lauren Bacall og Bruce Bennett. Niðurstaða, uppbygging frábær en myndin eyðilögð um og eftir hana miðja: To Have and Have Not: Plús […]

Svefnleysi og Bogart 5

Aldeilis fór Kisa illa með mig í nótt, hélt mér vakandi til tæplega sjö í morgun. Alltaf í þann mund að ég var að fara að sofna, þá hafði hún skyndilega margs konar aðkallandi þarfir. Loks hafði ég leyst úr þeim öllum og gafst færi á að sofna. Svo gerist það klukkan hálfníu að ég […]