Monthly Archives: ágúst 2006

Í Hvammsfirði 3

Hraundrangi 2

Ekki skal heldur gleyma að ég dró Alla með mér upp að Hraundranga í Öxnadal. Ég var kominn upp talsvert á undan Alla, svo ég átti stund þar uppi, einn með sjálfum mér, einn í heiminum, ég og dranginn. Ástarstjörnuna vantaði þó því miður, enda vorum við þar um síðdegið. En ég fann kraftinn í […]

Café Amour 4

Ekki eins rómantískt og maður gæti haldið, sér í lagi á kvöldin, þegar dýrin hið innra fara á stjá. Annars skartar Akureyri sínu fegursta. Eins og alltaf. Aldregi verður til ófögur Akureyri, sama hvað himpigimpið hann Orfeifur segir. Já, og fornbókabúðin hér er dásamleg. Þar keypti ég mér nýjan Þórberg í safnið, og Góða dátann, […]

Á eyrinni 1

Sit með Alla inni á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði. Ferðin hingað hefur fráleitt verið klakklaust ævintýri. Ef ekki væri fyrir hjálpsemi ókunnugs snillings í Þorskafirði er óvíst hvar við værum staddir í dag (í engu er þessi mynd ýkt, hún er tekin á vestfjörðum). Annað sem vert er að minnast á er að ferðin […]

Vegbúinn 3

Ég er farinn þangað sem vindurinn ber mig. Þú færð aldrei að gleyma þegar ferðu á stjá. Þú átt hvergi heima nema veginum á. Með angur í hjarta og dirfskunnar móð þú ferð þína eigin ótroðnu slóð. Vegbúi, sestu mér hjá. Segðu mér sögur, já segðu mér frá. Þú áttir von nú er vonin, farin […]

Kvöldið 2

Upplesturinn gekk vel. Kvöldið gekk vel. Fyrir tilviljun endaði það á laginu Alice eftir Tom Waits: It’s dreamy weather we’re on You waved your crooked wand Along an icy pond with a frozen moon A murder of silhouette crows I saw And the tears on my face And the skates on the pond They spell […]

Starfslok og Menningarnótt 0

Allt getur þessi maður látið hljóma eins og hin mestu vísindi, þótt hér sé kannski enn fremur um alþýðuspeki að ræða, enda perestaltíkin afar mismunandi eftir hver á í hlut. Sjálfur reyndi ég sem mest að ræða téða perestaltík síðast ég var í útlöndum, en menn gáfust iðulega fljótlega upp á að ræða hana við […]

Af dögum liðnum, líðandi, komandi 4

Fallegur morgunn á fyrsta degi Bókabílsins eftir sumarfrí, og jafnframt síðasta starfsdegi mínum þar. Allra síðasti dagurinn minn á safninu á morgun. Umsókn mín um áframhaldandi starf í vetur liggur inni, en óvíst er hvar mér verður komið fyrir. Er eiginlega ekki reiðubúinn að hætta í Kringlunni, en það er víst lítið sem ég gæti […]

Á sunnudegi miðvikudags 0

Veðrið var dásamlegt klukkan tíu í morgun þegar ég hljóp niður Túngötu í allsherjar óðagoti, hafandi sofið yfir mig og misst af strætó. Sólin streymdi fram af laufunum eins og gullregn yfir gangstéttarnar, fuglarnir sungu og tjörnin glitraði í átt til mín alla leið eftir Tjarnargötu inn á Kirkjustræti, hvar ég hljóp í humátt að […]

Kennslukona kvödd 3

Heyrst hefur að Guðrún Sigurðardóttir, enskukennari við MS, sé látin eftir áralanga baráttu við krabbamein. Ég kunni afskaplega vel við Guðrúnu og við spjölluðum oft dágóða stund ef við mættumst á götu, lengur og innilegar með hverju skipti. Raunar er aðeins örstutt síðan ég hitti hana síðast, í lok apríl eða byrjun maí. Hún leit […]