Monthly Archives: ágúst 2006

Veikindi og strætó 2

Fór veikur heim úr vinnunni í dag, eftir að hafa hlaupið með nýmótteknar bækur í fanginu inn á klósett að kasta upp. Sök sér svosum, en vanlíðanin var viðvarandi svo líklega hefði ég gert minna gagn en ógagn hefði ég hangið lengur. Að sjálfsögðu lenti ég á sindsyg sumarafleysingabílstjóra. Þá vill oft myndast sérstakur samhugur […]

Þessi gaur hann ég 2

Tölti í bæinn um tvöleytið í gær eftir einfaldan Bogart og þrefaldan Robbie Dhu í klaka, þrátt fyrir fögur fyrirheit um allt annað, og hitti svo mikið af fólki að ég er ennþá með harðsperrur í handabandshönd og vörum. Hitti meðal annars fyrrum bekkjarsystur og tókst að gera tvo fylgisveina hennar afar afbrýðisama með kossákinnaflensi […]

Te í rigningunni 2

Ógeðslegt veður, þá er ágætt að eiga marokkóskt te. Já, loksins fékk ég teið sem ég hef þrábeðið um síðan ég fékk það í landinu sjálfu. Á bara enn eftir að finna réttu leiðina til að laga það. Það er nefnilega alls ekki sama hvernig það er gert. Og sykur, það verður að vera sykur. […]

Rómantískt símaklám 3

Með morgunkaffinu á Kringlusafni eigum við jafnan í samræðum um allt og ekkert, að þessu sinni ræddum við um símavændi. Þegar samræðurnar fóru að ná nokkurri hæð datt mér í hug hvort ekki væri hægt að koma á laggirnar sams konar þjónustu fyrir hinar hjartahreinni sálir, þar sem hryggbrotnu fólki byðist að hringja inn og […]

Kertafleyting við Tjörnina 0

Hef varla getað hugsað um annað en kertafleytinguna í minningu Hiroshima og Nagasaki við Reykjavíkurtjörn í allan dag; hún hefur valdið mér ómældum hughrifum, jafnvel áður en ég fór til að vera viðstaddur. Raunar, þegar á staðinn var komið, var helst til mikið rætt um skáldskap og pólitík. Sem betur fer hef ég þó enn […]

Raðir tilviljana 2

Hitti hana Brynju mína Vals fyrir utan Kringluna, sem gerðist svo elskuleg að skutla mér heim. Ennþá sami hrakfallabálkurinn, nú aðeins nýbúin að brjóta úr sér framtönn á franskbrauði. Jiminn eini, en alltaf jafn æðisleg þrátt fyrir klunnaskapinn. Reyndist hún þegar á Öldugötuna var komið vera frænka mannsins á hæðinni fyrir neðan. Það vantar ekki […]

Þórbergur og King 4

Þetta hefur nú verið meiri helgin, er fullkomlega búinn á því eftir hana, og mörgum krónum fátækari. Nú gildir að ná sér aftur upp í lestrinum, þyrfti að klára þessa Ishigurobók sem fyrst, er skyndilega kominn með gríðarlega löngun til að leggjast á fullu í Þórberg. Ýmsar bækur á leslistanum þar: Sálmurinn um blómið, Rauða […]

Sunnudagur á Prikinu 2

Það eru óendanlega margar leiðir sem ég hefði getað farið við að skrifa síðustu færslu, samt varð þessi nálgun ofaná. Hvers vegna ætli það sé? Sit núna á Prikinu við yfirferð á handriti. Ekki til að drekkja sjálfum mér í tilgerð, heldur vegna þess að enn hef ég ekki hunskast til að kaupa mér kaffivél. […]

Á laugardagskvöldi 0

Einmana kvöld í vesturbænum, svalir sem vísa út í sívalan bakgarð skýldum af röðum húsa, sem hverju virðist hafa verið hróflað upp án tillits til þess sem var fyrir. Sígarettureykurinn liðast sundur í vindinum, sem ber til mín harmi brostna saxófóntóna að sunnan, leikna af einum íbúanna út um þakglugga í grenndinni. Áreiðanlega saknar hann […]

Dýrabær 2

Síðan ég flutti í 101 hefur aðeins ein manneskja vogað sér að hafa á orði að ég sé orðinn „miðbæjarrotta“, annars var Kópavogskóbran nærri búin að keyra mig til síns illa bæjarfélags í gærkvöldi. Hvað alla aðra snertir virðist engum detta annað í hug en ég hafi búið alla ævi í bænum. Nema vesturbæjarkettirnir, ekki […]