Enn mælti hann

Fljótsdæla saga lofar einnig góðu:

Þorvaldur svarar: „Eg vildi að þér segðuð mér þau tíðindi er hér hafa orðið í yðrum híbýlum. Þykist eg það vita að mikil munu orðin.“

Jarl svarar: „Hví mun eigi verða svo að vera? Eg átti mér eina dóttir, fyrr en þessa sveina tvo, er Droplaug hét. Það var kallað að hún væri vel mennt. Eg unni henni mikið. Á hinum fyrrum jólum hvarf hún héðan á burt. Hana tók jötunn sá er Geitir heitir. Á hann þar byggð er þú þóttist koma. Það heitir Geitishamar en það fjall heitir Geitissúlur. Að þeim manni verður mörgum mein. Meiðir hann bæði menn og fé en sjá meinvættur er mest á öllu Hjaltlandi. Hef eg það mælt að þeim manni mundi eg hana gefa ef nokkur væri svo frækinn að henni næði á burt.“

Þorvaldur kvaðst það ólíklegt þykja að hún mundi þaðan nást.

Jarl svarar: „Eigi mundi eg hana félausa á burt hafa látið ef eg hefði ráðið. Sýnist mér þú skyldur til að leggja þig í nokkra hættu er þú hefur fyrstur til orðið eftir að spyrja.“

Þá svarar Þorvaldur: „Eg vildi aldrei eftir hafa spurt“ og snýr þegar á burt og til sætis síns. Hann mælti við öngvan mann á því kvöldi.

Fannst þat Arngrími svá fyndit at hann blöggah varð.