Monthly Archives: september 2006

Koníak út í te … 4

Nei, ég svívirti ekki Islam (skrifaði óvart Ismal) með því að hella koníaki út í þjóðardrykk Marokkómanna. Ég hins vegar hellti því út í Earl Grey. Algjört dúndur. Annars hef ég ákveðið mig: Flug með Iceland Express til London 26. desember. Ermarsundslestin þaðan, mér er sagt hún komi við í Belgíu. Þaðan til Parísar hvar […]

Veikur Slökkt á athugasemdum við Veikur

Ég vaknaði í morgun með einhverja þá hroðalegustu hálsbólgu sem ég hef nokkru sinni fengið. Tók deginum rólega og hringdi mig veikan í vinnuna. Er nefnilega mjög gjarn á að láta svona ekki hafa áhrif á mig og mæta samt til skóla og vinnu. Geri ráð fyrir að það sé þess vegna sem ég verð […]

Enn mælti hann 0

Fljótsdæla saga lofar einnig góðu: Þorvaldur svarar: „Eg vildi að þér segðuð mér þau tíðindi er hér hafa orðið í yðrum híbýlum. Þykist eg það vita að mikil munu orðin.“ Jarl svarar: „Hví mun eigi verða svo að vera? Eg átti mér eina dóttir, fyrr en þessa sveina tvo, er Droplaug hét. Það var kallað […]

Íslendingasaga dagsins 0

Gunnars saga Keldugnúpsfífls: „Grís hét maður í Hörgsdal. Hann átti og tvo sonu. Hét annar Hrafn en annar Þorsteinn. Þeir voru stórir menn og sterkir, ágjarnir og illir viðureignar. […] Var Helgi skartsmaður mikill, hæfilátur og hversdagsgæfur. Bróðir hans var honum óskaplíkur. Hann lagðist í eldaskála […] Varð hann mjög óþokkasæll af alþýðu fyrir þetta […]

Sjúklegt veður á mánudegi 0

Cure-stemningin ríður húsum hér á Öldugötunni svo allir nærliggjandi vegfarendur bíta í rykið og hníga í duftið: However far away, I will always love you. However long I stay, I will always love you. Whatever words I say, I will always love you. Why are you so far away? she said, Why won’t you ever […]

Það besta 0

Að horfast í augu við morguninn með bolla í hönd meðan ketillinn sýður á hellunni. Það held ég nú. Vantaði bara að ég hefði haft rænu á að opna fyrir útvarp allra landsmanna í leiðinni, síðustu og fyrstu almennilegu útvarpsstöð landsins.

Um framtíðina 2

Arkaði frakkalaus af stað út í gamla vesturbæinn í léttu roki niður á Laufásveg þar sem beið mín bíll. Þaðan hélt ég í Kópavog að sækja frakkann sem gleymdist á Ísafirði í síðasta mánuði. Ísafjarðarlognið hefur fylgt frakkanum alla leið suður, því algjör stilla var komin á þegar ég skilaði bílnum af mér aftur. Gekk […]

Drykkurinn 8

Í nótt var farið á mikið pöbbarölt með Jóni Erni og Emil. Kannski um hálffimmleytið erum við Jón staddir á Ellefunni þegar stúlka vindur sér upp að mér með orðunum: Hey, þú ert skáld! Svo nefndi hún við mig tiltekið ljóð, sagði mér svo að ég væri gott skáld. Það þótti mér mjög vænt um. […]

Kvöld 0

Kvöld með hvítvíni og kveðskap í vændum. Njósnavélin með SigurRós glymur í tækinu. Gærkvöldið var skrýtið /skrítið. Sömuleiðis skrautlegar stemningar sem svífa yfir vötnum hér á Öldugötunni í kvöld, flugeldar springa yfir og kalla á nostalgíu. En hefur eitthvað breyst síðan nokkurn tíma? Nýir tímar, nýjar vonir eða væntingar? Held ekki. Held ég sé ennþá […]

Maður andstæðna 0

Það er kannski kominn tími til að þegja oftar og tala minna. Trallarallala, það er haust það er haust það er haust. Og á morgun er sunnudagur. Ó þetta líf hvað ég elska sunnudaga!