Dagur að kveldi kominn

Hér verð ég að lesa upp í kvöld, bara örfá lítið ljóð. Eftir það ætla ég að fá mér einn kaldan, á það líklega skilið eftir alla eljusemina í dag. Þrjú verkefni á einum degi eru ekki afleit afköst, og ef til vill ekki alltaf æskileg afköst. Ástæða minnar skyndilegu atorkusemi er hins vegar einföld: Ég hef ekki tíma um helgina, og er illu þá betur aflokið.

Tími skorinn niður

Einu sinni miðaði ég tímatal hversdagslífsins við haust- og vormisseri. Þeirra á milli var glaðst og ekkert unnið. Síðar varð það hver mánuður í senn, nýtt upphaf við hver mánaðamót, borga reikninga, kaupa hluti sem mig langaði í.
Núorðið skiptist lífið niður í vikur. Það er öllu erfiðara fyrirkomulag því vikan er svo stutt. Það kallar á aukna skipulagni og iðjusemi ef ekki á illa að fara. En ef í harðbakkann slær, þá get ég að minnsta kosti dottið ærlega í það og þareftir tekið einn dag í einu.